Lúxusmerkin horfa til ungra karla Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 13:12 Vel klæddur ungur maður. Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira