Nonni Mæju fær kveðjur á fésbókinni: Öðlingur, snillingur og (sk)geggjaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2014 13:05 Jón Ólafur Jónsson. Vísir/Daníel Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira