John Senden sigraði á Valspar-meistaramótinu Kári Hinriksson skrifar 16. mars 2014 22:16 John Senden á lokahringnum í kvöld, sigurinn er hans annar á PGA mótaröðinni. AP/Vísir Ástralinn John Senden sýndi gífurlega seiglu til þess að vinna Valspar-meistaramótið í golfi sem fram fór á Copperhead vellinum í Flórídaríki og lauk í kvöld. Fyrir lokahringinn hafði Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus eins höggs forystu en það kom fljótt í ljós að lokahringurinn yrði ekki gæfuríkur fyrir hann. Garrigus lék sex fyrstu holurnar á fimm höggum yfir pari og nánast spilaði sig út úr mótinu. Senden nýtti sér það og með því að vippa í á 16. holu ásamt því að setja niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu kom hann sér í forystu. Með pari á lokaholunni kláraði hann mótið á samtals sjö höggum undir pari og beið eftir því að Kevin Na kláraði sinn hring. Na setti niður frábært pútt fyrir fugli á 17. holu ásamt sem þýddi að með fugli á 18. holu hefði hann getað náð Senden. Það tókst honum þó ekki sem þýddi að John Senden sigraði sitt annað mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í 13 ár. Næst halda bestu kylfingar heims á Bay Hill þar sem Arnold Palmer Invitational fer fram en Tiger Woods sigraði í mótinu á síðasta ári. Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástralinn John Senden sýndi gífurlega seiglu til þess að vinna Valspar-meistaramótið í golfi sem fram fór á Copperhead vellinum í Flórídaríki og lauk í kvöld. Fyrir lokahringinn hafði Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus eins höggs forystu en það kom fljótt í ljós að lokahringurinn yrði ekki gæfuríkur fyrir hann. Garrigus lék sex fyrstu holurnar á fimm höggum yfir pari og nánast spilaði sig út úr mótinu. Senden nýtti sér það og með því að vippa í á 16. holu ásamt því að setja niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu kom hann sér í forystu. Með pari á lokaholunni kláraði hann mótið á samtals sjö höggum undir pari og beið eftir því að Kevin Na kláraði sinn hring. Na setti niður frábært pútt fyrir fugli á 17. holu ásamt sem þýddi að með fugli á 18. holu hefði hann getað náð Senden. Það tókst honum þó ekki sem þýddi að John Senden sigraði sitt annað mót á PGA-mótaröðinni, en hann hefur verið meðlimur á henni í 13 ár. Næst halda bestu kylfingar heims á Bay Hill þar sem Arnold Palmer Invitational fer fram en Tiger Woods sigraði í mótinu á síðasta ári.
Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira