Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2014 22:18 Ingi Þór fer yfir málin með sínum leikmönnum. Vísir/Valli „Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
„Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48