Innlent

Reykdal Máni skírður

Baldvin Þormóðsson skrifar
Skírn Reykdals Mána í Selfosskirkju.
Skírn Reykdals Mána í Selfosskirkju.
Hinn þriggja ára Reykdal Máni Magnússon var skírður í dag við hátíðlega athöfn í Selfosskirkju.

Þrátt fyrir ungan aldur þá var Reykdal mikið í fjölmiðlum í lok seinasta árs. Eins og Vísir greindi frá, þá vann hinn ungi Reykdal mál gegn íslenska ríkinu um að hrinda úrskurði mannanafnanefndar sem hafði áður hafnað beiðni hans um að bera eiginnafnið Reykdal.

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurlandi, var viðstaddur skírnina í dag. Nánar verður fjallað um skírnina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:30.






Tengdar fréttir

Þurfa að stefna ríkinu til að fá að nefna strákinn eftir afanum

Reykdal Máni Magnússon hefur stefnt Íslenska ríkinu til að hrinda úrskurði mannanafnanefndar þar sem beiðni hans um að fá að bera eiginnafnið Reykdal var hafnað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði að nafnið Reykdal myndi brjóta í bága við íslenskt málkerfi, en viðurkenndi þó að margir hefðu borið nafnið í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×