Innlent

Sjö sóttu um rektorstöðu á Akureyri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Sjö manns hafa sótt um stöðu rektors við Háskólann á Ákureyri. Umsóknarfrestur rann út þann 28. febrúar síðastliðinn.

Eftirfarandi aðilar hafa sótt um stöðuna:

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor við Háskólann á Bifröst.

Dr. Eyjólfur Guðmundsson, yfir hagfræðingur hjá CCP hf.

Dr. Javier Sánchez Merina, aðstoðarprófessor við Háskólan í Alicante á Spáni.

Dr. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólinn á Akureyri.

Dr. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Starfsafli.

Dr. Sveinn Viðar Guðmundsson, prófessor við Toulouse Business School í Frakklandi.

Dr. Ögmundur Knútsson, forseti viðskipta- og raunvísindasviðs við Háskólann á Akureyri.

Sérstök valnefnd mun fara yfir umsóknir skila niðurstöðum sínum til háskólaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×