Innlent

Gylfi undrast ummæli formanns bænda

Snærós Sindradóttir skrifar
Gylfi Magnússon fyrrverandi ráðherra furðar sig á ummælum formanns Bændasamtakanna
Gylfi Magnússon fyrrverandi ráðherra furðar sig á ummælum formanns Bændasamtakanna VISIR/VALLI
Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra furðar sig á orðum formanns Bændasamtaka Íslands, Sindra Sigurgeirssonar, um sóknarfæri í útflutningi matvæla. Í ræðu Sindra kom fram að innflutningur á matvöru næmi um 50 milljón krónum á dag umfram útflutning.

Gylfi bendir á þetta á Facebook-síðu sinni í dag og segir m.a: „Staðreyndin er að við flytjum út fyrir meira en 600 milljónir króna á dag umfram innflutning.“ Stærsti hluti matvælaútflutnings Íslendinga skrifast á sjávarútvegsafurðir. „Við flytjum út um tvö tonn á ári fyrir hvern Íslending og varla nokkur þjóð í heimi sem gerir betur en það.“

Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka ÍslandsVISIR/GVA
Í samtali Vísis við Gylfa áréttaði hann undrun sína á málflutningnum og sagði: „Mér finnst þetta mjög skrýtið af því það er ekki eins og þetta sé leyndarmál. Þetta eru opinberar hagtölur um útflutning. Það veit hvert mannsbarn að þetta [sjávarútvegsafurðir] er ein mikilvægasta útflutningsvara Íslendinga og hefur verið um áratugaskeið. Það veit nú hvert skólabarn að þessu er þveröfugt farið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×