Innlent

Íslendingar rúmlega 325.000

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þann 1. janúar 2014 voru landsmenn 325.671.
Þann 1. janúar 2014 voru landsmenn 325.671. visir/vilhelm
Þann 1. janúar 2014 voru landsmenn 325.671 og hafði fjölgað um 3.814 frá sama tíma árið 2013 en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Hagstofunnar.

Um er að ræða fjölgun landsmanna um 1,2%. Konum og körlum fjölgaði sambærilega á árinu og voru karlar 1.065 fleiri en konur 1. janúar 2014.

Mikil fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en þar voru íbúar 3.077 fleiri 1. janúar 2014 eða 1,5% en fyrir ári síðan.

Hlutfallslega varð fólksfjölgunin mest á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 1,7%, eða 354 frá síðasta ári.

Á landinu voru 69 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri 1. janúar 2014. Þeim hafði fjölgað um 2 frá fyrra ári.

Auk þeirra voru 34 smærri staðir með 50-199 íbúa sem er fækkun um tvo frá fyrra ári. Í þéttbýli bjuggu 305.642 manns 1. janúar 2014 og hafði þá fjölgað um 4.178 á árinu.

Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 20.029 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×