Laumuauglýsingar á Óskarsverðlaununum Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2014 10:23 Vísir/Getty Samsung mun hafa eytt um það bil 20 milljónum dala, sem samsvarar rúmur tveimur milljörðum króna, í auglýsingar á Óskarsverðlaununum. Fyrirtækið hefur þó líklega fengið mesta kynningu frá Ellen DeGeneres, kynni verðlaunahátíðarinnar.Wall Street Journal segir frá þessu. Ellen handlék Samsung síma á sviði og svo lét hún Bradley Cooper fá Galaxy Note 3 síma til að taka „selfie“ myndina sem tröllréð internetinu í gær. Þrátt fyrir að atvikið leit út fyrir að vera óskipulagt, var ekki svo.Þessi mynd var tekin á Samsung snjallsíma.Mynd/TwitterSamkvæmt WSJ hafði Samsung gert samkomulag við ABC, sjónvarpsstöðina sem sá um útsendingu verðlaunahátíðarinnar, um að nota snjallsíma fyrirtækisins í útsendingunni. Þá fékk ABC síma gefins til að setja í mynd og var það gert. Uppruni „selfie“ myndanna var þó af öðrum toga. Þegar Ellen kom fram með hugmyndina um að taka slíkar myndir, stungu forsvarsmenn ABC upp á því að hún notaðist við Samsung síma. Á æfingum fyrir útsendinguna kenndu starfsmenn Samsung Ellen að nota símann. Samsung var þó ekki eina fyrirtækið sem var auglýst í beinni útsendingu, en Ellen pantaði pítsur fyrir gesti frá Big Mamma´s og Pappa´s Pizzeria í Los Angeles. Þá komu pítsurnar í kössum merktum Coca-Cola.Vísir/AFP. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samsung mun hafa eytt um það bil 20 milljónum dala, sem samsvarar rúmur tveimur milljörðum króna, í auglýsingar á Óskarsverðlaununum. Fyrirtækið hefur þó líklega fengið mesta kynningu frá Ellen DeGeneres, kynni verðlaunahátíðarinnar.Wall Street Journal segir frá þessu. Ellen handlék Samsung síma á sviði og svo lét hún Bradley Cooper fá Galaxy Note 3 síma til að taka „selfie“ myndina sem tröllréð internetinu í gær. Þrátt fyrir að atvikið leit út fyrir að vera óskipulagt, var ekki svo.Þessi mynd var tekin á Samsung snjallsíma.Mynd/TwitterSamkvæmt WSJ hafði Samsung gert samkomulag við ABC, sjónvarpsstöðina sem sá um útsendingu verðlaunahátíðarinnar, um að nota snjallsíma fyrirtækisins í útsendingunni. Þá fékk ABC síma gefins til að setja í mynd og var það gert. Uppruni „selfie“ myndanna var þó af öðrum toga. Þegar Ellen kom fram með hugmyndina um að taka slíkar myndir, stungu forsvarsmenn ABC upp á því að hún notaðist við Samsung síma. Á æfingum fyrir útsendinguna kenndu starfsmenn Samsung Ellen að nota símann. Samsung var þó ekki eina fyrirtækið sem var auglýst í beinni útsendingu, en Ellen pantaði pítsur fyrir gesti frá Big Mamma´s og Pappa´s Pizzeria í Los Angeles. Þá komu pítsurnar í kössum merktum Coca-Cola.Vísir/AFP.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira