NBA í nótt: Houston náði fram hefndum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2014 11:00 Houston fór illa með Indiana, efsta liðið í austrinu, sem tapaði sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Houston vann örugglega, 112-86, en liðið gerði út um leikinn í þriðja leikhluta er James Harden og félagar skoruðu 38 stig. Harden og Dwight Howard gátu svo leyft sér að hvíla í fjórða leikhluta. Harden var með 28 stig, þar af sextán í þriðja leikhluta þegar Houson komst í 29 stiga forystu. Þar með náði Houston að hefna fyrir 33 stiga tap í leik liðanna í desember síðastliðnum en það var stærsta tap Houson á leiktíðinni til þessa. „Það var það eina sem við töluðum um í hverju einasta leikhléi. Við vildum ná fram hefndum,“ sagði Howard eftir leikinn.David West skoraði fimmtán stig fyrir Indiana og tók þar að auki tíu fráköst. Liðið hafði ekki tapað þremur leikjum í röð fyrir leik næturinnar. Indiana er þó eina liðið í NBA-deildinni sem er öruggt með sæti í úrslitakeppninni en Houston er í þriðja sæti austurdeildarinnar.Golden State vann Atlanta, 111-97, en þetta var fimmta tap síðarnefnda liðsins í röð og þrettánda tapið í síðustu fjórtán leikjum liðsins. Atlanta skoraði ekki fyrr en tæpar sjö mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta og það reyndist of mikið. Liðið heldur þó enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina í vor.David Lee skoraði átján stig fyrir Golden State og Jermaine O'Neal suatján. Steph Curry var með þrettán stig.Boston vann Brooklyn, 91-84, og stöðvaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu Brooklyn. Rajon Rondo var með 20 stig fyrir Boston sem leiddi frá fyrstu mínútu.Jason Collins spilaði ekki með Brooklyn í fyrsta sinn eftir að hann samdi við liðið í lok febrúar. Hann er fyrsti opinberlegi samkynhneigði leikmaður deildarinnar.Úrslit næturinnar: Chicago - Memphis 77-85 Charlotte - Cleveland 101-92 Toronto - Sacramento 99-87 Boston - Brooklyn 91-84 New York - Utah 108-81 Minnesota - Detroit 114-101 New Orleans - Milwaukee 112-104 Dallas - Portland 103-98 Denver - LA LAkers 134-126 Houston - Indiana 112-86 Golden State - Atlanta 111-97 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira
Houston fór illa með Indiana, efsta liðið í austrinu, sem tapaði sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Houston vann örugglega, 112-86, en liðið gerði út um leikinn í þriðja leikhluta er James Harden og félagar skoruðu 38 stig. Harden og Dwight Howard gátu svo leyft sér að hvíla í fjórða leikhluta. Harden var með 28 stig, þar af sextán í þriðja leikhluta þegar Houson komst í 29 stiga forystu. Þar með náði Houston að hefna fyrir 33 stiga tap í leik liðanna í desember síðastliðnum en það var stærsta tap Houson á leiktíðinni til þessa. „Það var það eina sem við töluðum um í hverju einasta leikhléi. Við vildum ná fram hefndum,“ sagði Howard eftir leikinn.David West skoraði fimmtán stig fyrir Indiana og tók þar að auki tíu fráköst. Liðið hafði ekki tapað þremur leikjum í röð fyrir leik næturinnar. Indiana er þó eina liðið í NBA-deildinni sem er öruggt með sæti í úrslitakeppninni en Houston er í þriðja sæti austurdeildarinnar.Golden State vann Atlanta, 111-97, en þetta var fimmta tap síðarnefnda liðsins í röð og þrettánda tapið í síðustu fjórtán leikjum liðsins. Atlanta skoraði ekki fyrr en tæpar sjö mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta og það reyndist of mikið. Liðið heldur þó enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina í vor.David Lee skoraði átján stig fyrir Golden State og Jermaine O'Neal suatján. Steph Curry var með þrettán stig.Boston vann Brooklyn, 91-84, og stöðvaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu Brooklyn. Rajon Rondo var með 20 stig fyrir Boston sem leiddi frá fyrstu mínútu.Jason Collins spilaði ekki með Brooklyn í fyrsta sinn eftir að hann samdi við liðið í lok febrúar. Hann er fyrsti opinberlegi samkynhneigði leikmaður deildarinnar.Úrslit næturinnar: Chicago - Memphis 77-85 Charlotte - Cleveland 101-92 Toronto - Sacramento 99-87 Boston - Brooklyn 91-84 New York - Utah 108-81 Minnesota - Detroit 114-101 New Orleans - Milwaukee 112-104 Dallas - Portland 103-98 Denver - LA LAkers 134-126 Houston - Indiana 112-86 Golden State - Atlanta 111-97
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira