Viðskipti erlent

Dominos hagnast meira á hráefnissölu en pizzum

Finnur Thorlacius skrifar
Dominos pizzur
Dominos pizzur Landinails
Uppgjör Dominos Pizza var kunngjört í gær og jókst hagnaður móðurfyrirtækisins í Bandaríkjunum um 7,4% og nam 190 milljörðum króna. Þegar rýnt er í hvaðan þessi hagnaður kemur sést að það er ekki að mestum hluta vegna sölu á pizzum Dominos veitingastaða í eigin eigu.

Mestur hagnaður kemur frá sölu hráefnis til þeirra Dominos veitingastaða sem starfa undir merkjum Dominos, bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. Þessi hráefni eru til að mynda deig, ostur, sósur og álegg.

Sala þessara hráefna skilaði 56% af hagnaði ársins í fyrra, 19% kom frá rekstri eigin veitingastaða, 12% frá innlendum einkaréttarhöfum og 13% frá erlendum einkaréttarhöfum. Dominos er ekki eina pizzafyrirtækið sem hagnast mest á hráefnissölu því Papa John´s fær 40% síns hagnaðar einnig þannig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×