Comcast kaupir Time Warner á 45,2 milljarð dollara Baldvin Þormóðsson skrifar 13. febrúar 2014 14:00 Mun nýja fyrirtækið stjórna u.þ.b. þriðjung sjónvarpsútsendinga Bandaríkjanna. visir/getty Fjölvarpsrisinn Comcast tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi festa kaup á Time Warner á um það bil 45,2 milljarð dollara. Er þetta hluti af vinalegri sameiningu fyrirtækjanna sem verða endanlega sameinuð í lok árs. Þessu greindi fréttavefur Wall Street Journal frá fyrr í dag. Skapa þessi kaup eitt stórfyrirtæki sem stjórnar um þriðjungi sjónvarpsútsendinga Bandaríkjanna. Myndu kaupin koma sér sérstaklega vel fyrir stjórnarformann Time Warner, Rob Marcus, sem hóf störf sem stjórnarformaður 1. janúar. Ef rýnt er í samninginn er ljóst að fyrrverandi lögmaðurinn muni fá greidda fimmtíu milljón dollara verði Time Warner selt á þeim tíma sem hann situr í hæsta sæti fyrirtækisins. Time Warner er þekktast fyrir að reka sjónvarpsstöðina HBO og prentmiðilinn Time Magazine. Comcast rekur sjónvarpsstöðvar NBC, ásamt því að eiga framleiðslufyrirtækið Universal Studios. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjölvarpsrisinn Comcast tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi festa kaup á Time Warner á um það bil 45,2 milljarð dollara. Er þetta hluti af vinalegri sameiningu fyrirtækjanna sem verða endanlega sameinuð í lok árs. Þessu greindi fréttavefur Wall Street Journal frá fyrr í dag. Skapa þessi kaup eitt stórfyrirtæki sem stjórnar um þriðjungi sjónvarpsútsendinga Bandaríkjanna. Myndu kaupin koma sér sérstaklega vel fyrir stjórnarformann Time Warner, Rob Marcus, sem hóf störf sem stjórnarformaður 1. janúar. Ef rýnt er í samninginn er ljóst að fyrrverandi lögmaðurinn muni fá greidda fimmtíu milljón dollara verði Time Warner selt á þeim tíma sem hann situr í hæsta sæti fyrirtækisins. Time Warner er þekktast fyrir að reka sjónvarpsstöðina HBO og prentmiðilinn Time Magazine. Comcast rekur sjónvarpsstöðvar NBC, ásamt því að eiga framleiðslufyrirtækið Universal Studios.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira