Keflvíkingar upp í toppsætið - úrslit kvöldsins í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 20:53 Michael Craion hjá Keflavík. Vísir/Stefán Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14. Dominos-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14.
Dominos-deild karla Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira