Segir gagnrýni forsætisráðherra fordæmalausa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 08:52 Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri í Seðlabankanum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Seðlabankinn er bara að vinna þá vinnu sem hann þarf að vinna,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig í ræðu á Viðskiptaþingi í fyrradag á því að Seðlabankinn skyldi leggja vinnu í greiningu á áhrifum skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar á verðbólgu sem birt var í Peningamálum bankans, þegar ríkisstjórnin biði enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. „Það var fyrirsjáanlegt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða og þess vegna þurfti að skoða þetta sérstaklega. Þessi viðauki var nauðsynlegur liður í að undirbúa bæði ákvarðanir í peningamálum og síðan að gera þá greiðslujafnaðargreiningu sem Seðlabankinn er að vinna að,“ segir Stefán. „Til að vinna greiðslujafnaðargreininguna þarf þessi vinna að fara fram, það þarf að meta stöðuna í efnahagslífinu og það sem fram kemur í Peningamálum er liður í því,“ segir Stefán. Forsætisráðherra sagðist furða sig á að hagfræðideild Seðlabankans eyddi tíma og orku í ítarlega greiningu á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar. Hagfræðideild Landsbankans segir ríkisstjórnina vantreysta Seðlabankanum til að sinna lögbundnum skyldum. Stefán segir að Seðlabankinn eigi að stuðla að stöðugu verðlagi og ákveðið sjálfstæði vera falið í því. Hann tjái sig ekki um hvort vantraust sé milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.Daníel Svavarsson er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Ég veit engin dæmi þess að forsætisráðherrar erlendis gagnrýni sína seðlabanka svona hart,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Deildin birti Hagsjá sína í gær þar sem fram kemur að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkisstjórn landsins vantreysti Seðlabankanum til að gegna lögbundnum skyldum sínum. Í Peningamálum sagði Seðlabankinn að nauðsynlegt yrði, vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um skuldalækkanir íbúðalána, að beita stjórntækjum peningastefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður yrði ómögulegt að hemja verðbólguáhrif aðgerðanna að fullu. Daníel segir að með þessu séu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að toga hvort í sína áttina. „Það var niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis að þegar þenslan var sem mest á sínum tíma var Seðlabankinn að reyna að draga úr henni á meðan verið var að lækka skatta og fara í aðrar þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálunum. Það myndaðist síðan almenn sátt um það eftir hrunið að það hefðu verið ákveðin mistök að Seðlabankinn hefði verið einn í baráttunni við verðbólguna og samstaða um það að vinna saman að markmiðinu,“ segir Daníel. Hann segir skuldalækkunina hafa talsvert verðbólguhvetjandi áhrif að mati Seðlabankans og fyrir vikið þurfi hann að beita stjórntækjum sínum af hörku. „Það er skrítið að ríkisfjármálin taki ekki meira tillit til þess að við erum ekki búin að ná verðbólgumarkmiðinu,“ segir Daníel. Hagfræðideildin segir einnig í Hagsjánni að viðbrögð forsætisráðherra í ræðu sinni, þar sem hann lýsti furðu á forgangsröðun Seðlabankans vektu athygli. Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sem muni óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. „Við sjáum þessi viðbrögð og það ekki í fyrsta skiptið og það bendir til þess að ekki sé mikið traust þarna á milli og þá aðallega í aðra áttina. Greiningaraðilar erlendis horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki samstiga og það er hið versta mál,“ segir Daníel að lokum. Tengdar fréttir Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28 Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31 Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
„Seðlabankinn er bara að vinna þá vinnu sem hann þarf að vinna,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig í ræðu á Viðskiptaþingi í fyrradag á því að Seðlabankinn skyldi leggja vinnu í greiningu á áhrifum skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar á verðbólgu sem birt var í Peningamálum bankans, þegar ríkisstjórnin biði enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. „Það var fyrirsjáanlegt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða og þess vegna þurfti að skoða þetta sérstaklega. Þessi viðauki var nauðsynlegur liður í að undirbúa bæði ákvarðanir í peningamálum og síðan að gera þá greiðslujafnaðargreiningu sem Seðlabankinn er að vinna að,“ segir Stefán. „Til að vinna greiðslujafnaðargreininguna þarf þessi vinna að fara fram, það þarf að meta stöðuna í efnahagslífinu og það sem fram kemur í Peningamálum er liður í því,“ segir Stefán. Forsætisráðherra sagðist furða sig á að hagfræðideild Seðlabankans eyddi tíma og orku í ítarlega greiningu á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar. Hagfræðideild Landsbankans segir ríkisstjórnina vantreysta Seðlabankanum til að sinna lögbundnum skyldum. Stefán segir að Seðlabankinn eigi að stuðla að stöðugu verðlagi og ákveðið sjálfstæði vera falið í því. Hann tjái sig ekki um hvort vantraust sé milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.Daníel Svavarsson er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Ég veit engin dæmi þess að forsætisráðherrar erlendis gagnrýni sína seðlabanka svona hart,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Deildin birti Hagsjá sína í gær þar sem fram kemur að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkisstjórn landsins vantreysti Seðlabankanum til að gegna lögbundnum skyldum sínum. Í Peningamálum sagði Seðlabankinn að nauðsynlegt yrði, vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um skuldalækkanir íbúðalána, að beita stjórntækjum peningastefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður yrði ómögulegt að hemja verðbólguáhrif aðgerðanna að fullu. Daníel segir að með þessu séu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að toga hvort í sína áttina. „Það var niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis að þegar þenslan var sem mest á sínum tíma var Seðlabankinn að reyna að draga úr henni á meðan verið var að lækka skatta og fara í aðrar þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálunum. Það myndaðist síðan almenn sátt um það eftir hrunið að það hefðu verið ákveðin mistök að Seðlabankinn hefði verið einn í baráttunni við verðbólguna og samstaða um það að vinna saman að markmiðinu,“ segir Daníel. Hann segir skuldalækkunina hafa talsvert verðbólguhvetjandi áhrif að mati Seðlabankans og fyrir vikið þurfi hann að beita stjórntækjum sínum af hörku. „Það er skrítið að ríkisfjármálin taki ekki meira tillit til þess að við erum ekki búin að ná verðbólgumarkmiðinu,“ segir Daníel. Hagfræðideildin segir einnig í Hagsjánni að viðbrögð forsætisráðherra í ræðu sinni, þar sem hann lýsti furðu á forgangsröðun Seðlabankans vektu athygli. Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sem muni óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. „Við sjáum þessi viðbrögð og það ekki í fyrsta skiptið og það bendir til þess að ekki sé mikið traust þarna á milli og þá aðallega í aðra áttina. Greiningaraðilar erlendis horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki samstiga og það er hið versta mál,“ segir Daníel að lokum.
Tengdar fréttir Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28 Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31 Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28
Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31
Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent