Segir gagnrýni forsætisráðherra fordæmalausa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 08:52 Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri í Seðlabankanum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Seðlabankinn er bara að vinna þá vinnu sem hann þarf að vinna,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig í ræðu á Viðskiptaþingi í fyrradag á því að Seðlabankinn skyldi leggja vinnu í greiningu á áhrifum skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar á verðbólgu sem birt var í Peningamálum bankans, þegar ríkisstjórnin biði enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. „Það var fyrirsjáanlegt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða og þess vegna þurfti að skoða þetta sérstaklega. Þessi viðauki var nauðsynlegur liður í að undirbúa bæði ákvarðanir í peningamálum og síðan að gera þá greiðslujafnaðargreiningu sem Seðlabankinn er að vinna að,“ segir Stefán. „Til að vinna greiðslujafnaðargreininguna þarf þessi vinna að fara fram, það þarf að meta stöðuna í efnahagslífinu og það sem fram kemur í Peningamálum er liður í því,“ segir Stefán. Forsætisráðherra sagðist furða sig á að hagfræðideild Seðlabankans eyddi tíma og orku í ítarlega greiningu á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar. Hagfræðideild Landsbankans segir ríkisstjórnina vantreysta Seðlabankanum til að sinna lögbundnum skyldum. Stefán segir að Seðlabankinn eigi að stuðla að stöðugu verðlagi og ákveðið sjálfstæði vera falið í því. Hann tjái sig ekki um hvort vantraust sé milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.Daníel Svavarsson er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Ég veit engin dæmi þess að forsætisráðherrar erlendis gagnrýni sína seðlabanka svona hart,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Deildin birti Hagsjá sína í gær þar sem fram kemur að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkisstjórn landsins vantreysti Seðlabankanum til að gegna lögbundnum skyldum sínum. Í Peningamálum sagði Seðlabankinn að nauðsynlegt yrði, vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um skuldalækkanir íbúðalána, að beita stjórntækjum peningastefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður yrði ómögulegt að hemja verðbólguáhrif aðgerðanna að fullu. Daníel segir að með þessu séu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að toga hvort í sína áttina. „Það var niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis að þegar þenslan var sem mest á sínum tíma var Seðlabankinn að reyna að draga úr henni á meðan verið var að lækka skatta og fara í aðrar þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálunum. Það myndaðist síðan almenn sátt um það eftir hrunið að það hefðu verið ákveðin mistök að Seðlabankinn hefði verið einn í baráttunni við verðbólguna og samstaða um það að vinna saman að markmiðinu,“ segir Daníel. Hann segir skuldalækkunina hafa talsvert verðbólguhvetjandi áhrif að mati Seðlabankans og fyrir vikið þurfi hann að beita stjórntækjum sínum af hörku. „Það er skrítið að ríkisfjármálin taki ekki meira tillit til þess að við erum ekki búin að ná verðbólgumarkmiðinu,“ segir Daníel. Hagfræðideildin segir einnig í Hagsjánni að viðbrögð forsætisráðherra í ræðu sinni, þar sem hann lýsti furðu á forgangsröðun Seðlabankans vektu athygli. Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sem muni óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. „Við sjáum þessi viðbrögð og það ekki í fyrsta skiptið og það bendir til þess að ekki sé mikið traust þarna á milli og þá aðallega í aðra áttina. Greiningaraðilar erlendis horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki samstiga og það er hið versta mál,“ segir Daníel að lokum. Tengdar fréttir Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28 Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31 Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
„Seðlabankinn er bara að vinna þá vinnu sem hann þarf að vinna,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig í ræðu á Viðskiptaþingi í fyrradag á því að Seðlabankinn skyldi leggja vinnu í greiningu á áhrifum skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar á verðbólgu sem birt var í Peningamálum bankans, þegar ríkisstjórnin biði enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. „Það var fyrirsjáanlegt að við þessar aðgerðir yrði um töluverða breytingu á þjóðhagsspá að ræða og þess vegna þurfti að skoða þetta sérstaklega. Þessi viðauki var nauðsynlegur liður í að undirbúa bæði ákvarðanir í peningamálum og síðan að gera þá greiðslujafnaðargreiningu sem Seðlabankinn er að vinna að,“ segir Stefán. „Til að vinna greiðslujafnaðargreininguna þarf þessi vinna að fara fram, það þarf að meta stöðuna í efnahagslífinu og það sem fram kemur í Peningamálum er liður í því,“ segir Stefán. Forsætisráðherra sagðist furða sig á að hagfræðideild Seðlabankans eyddi tíma og orku í ítarlega greiningu á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar. Hagfræðideild Landsbankans segir ríkisstjórnina vantreysta Seðlabankanum til að sinna lögbundnum skyldum. Stefán segir að Seðlabankinn eigi að stuðla að stöðugu verðlagi og ákveðið sjálfstæði vera falið í því. Hann tjái sig ekki um hvort vantraust sé milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.Daníel Svavarsson er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Ég veit engin dæmi þess að forsætisráðherrar erlendis gagnrýni sína seðlabanka svona hart,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Deildin birti Hagsjá sína í gær þar sem fram kemur að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkisstjórn landsins vantreysti Seðlabankanum til að gegna lögbundnum skyldum sínum. Í Peningamálum sagði Seðlabankinn að nauðsynlegt yrði, vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um skuldalækkanir íbúðalána, að beita stjórntækjum peningastefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður yrði ómögulegt að hemja verðbólguáhrif aðgerðanna að fullu. Daníel segir að með þessu séu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að toga hvort í sína áttina. „Það var niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis að þegar þenslan var sem mest á sínum tíma var Seðlabankinn að reyna að draga úr henni á meðan verið var að lækka skatta og fara í aðrar þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálunum. Það myndaðist síðan almenn sátt um það eftir hrunið að það hefðu verið ákveðin mistök að Seðlabankinn hefði verið einn í baráttunni við verðbólguna og samstaða um það að vinna saman að markmiðinu,“ segir Daníel. Hann segir skuldalækkunina hafa talsvert verðbólguhvetjandi áhrif að mati Seðlabankans og fyrir vikið þurfi hann að beita stjórntækjum sínum af hörku. „Það er skrítið að ríkisfjármálin taki ekki meira tillit til þess að við erum ekki búin að ná verðbólgumarkmiðinu,“ segir Daníel. Hagfræðideildin segir einnig í Hagsjánni að viðbrögð forsætisráðherra í ræðu sinni, þar sem hann lýsti furðu á forgangsröðun Seðlabankans vektu athygli. Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans sem muni óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. „Við sjáum þessi viðbrögð og það ekki í fyrsta skiptið og það bendir til þess að ekki sé mikið traust þarna á milli og þá aðallega í aðra áttina. Greiningaraðilar erlendis horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki samstiga og það er hið versta mál,“ segir Daníel að lokum.
Tengdar fréttir Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28 Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31 Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. 13. febrúar 2014 14:28
Ísland opið fyrir viðskiptum en ekki til sölu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór um víðan völl í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. 12. febrúar 2014 15:31
Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands. 12. febrúar 2014 20:49