Handbolti

Guðmundur og félagar unnu mikilvægan sigur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur Árni
Guðmundur Árni Vísir/Daníel
Guðmundur Árni Ólafsson og félagar í Mors-Thy unnu mikilvægan sigur á botnliði Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Mors-Thy leiddi með sex mörkum í hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.

Með sigrinum nær Mors-Thy að spyrna sér örlítið frá botnbaráttuni með 12 stig en Ringsted situr í fallsæti dönsku deildarinnar með 3 stig þegar 21 umferðir eru búnar, ellefu stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Guðmundur átti rólegan dag með tvö mörk í liði Mors-Thy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×