Segir WOW Air geta sjálfum sér um kennt Jóhannes Stefánsson skrifar 8. febrúar 2014 13:48 Samræmingastjóri Keflavíkurflugvallar segir að WOW Air hefði getað komið í veg fyrir stöðu sína með meiri sveigjanleika Vísir/Valgarður/Anton Frank Holton, samræmingarstjóri Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágar flugvallar í Færeyjum, segir aðstæður Wow Air vera fyrirsjáanlegar. Hann segir WOW Air aldrei hafa leitað til samræmingarstjóra eins og þeim var í lófa lagið að gera, en hann hefur alfarið séð um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 2005. Holton furðar sig á því að íslensk samkeppnisyfirvöld séu komin í málið, enda séu íslendingar búnir að framselja vald til úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til samræmingarstjóra í samræmi við evrópureglur, sem búið sé að innleiða með reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla nr. 1050/2008. „Af einhverjum ástæðum kaus WOW Air að einskorða umsókn sína um afgreiðslutíma við nákvæmlega þá tíma sem Icelandair var með fyrir. Ef þeim hefðu verið veittir þeir tímar hefði það valdið Icelandair vandræðum með að halda áætlunum á öðrum flugvöllum, sem er varla forsvaranlegt," segir Holton í samtali við fréttavefinn newstodate.aero.Samkeppnisyfirvöld eiga ekki að blanda sér í málið „Þeim voru í staðin boðnir allir þeir tímar sem þeir þurftu um klukkutíma utan háannatíma Icelandair, sem þeir höfnuðu. Í staðin ákváðu þeir að leita á náðir samkeppnisyfirvalda sem úrskurðuðu að Isavia væri skylt að afhenda WOW fjögur pláss," segir Holton. Vegna áfrýjunar úrskurðar samkeppniseftirlitsins af hálfu Isavia og Icelandair hafi WOW Air tilkynnt að þeir myndu ekki hefja flug til Norður-Ameríku, enda frestaði áfrýjunin réttaráhrifum upprunalega úrskurðarins. „Ef WOW hefði bara sýnt smá sveigjanleika hefði málið aldrei orðið að ágreiningi. Það er líka vert að benda á það að það hefði aldrei átt að blanda íslenskum samkeppnisyfirvölum í málið, enda hafa þau ekki lögsögu við úthlutun afgreiðslutíma á flugvellinum þar sem það vald hefur verið framselt til Evrópu," segir Holton. Í samtali við fréttastofu 365 segir Holton: „Það hefði kannski verið skynsamlegt ef fólkið í Samkeppniseftirlitinu hefði haft samband við okkur sem sjáum um að úthluta þessum tímum áður en þau komust að þessari niðurstöðu. Það er alveg ómögulegt að reyna að þvinga staðbundna úrskurði á alþjóðlegt kerfi. Ef það væri gert væri ekki hægt að hafa þetta samræmda kerfi," segir Holton.Segir Isavia ekki hafa neitt um úthlutun að segja Holton segir að samkvæmt evrópulöggjöf fari samræmingarstjóri einn með úthlutun og Isavia sjái bara um að fara eftir því sem frá honum kemur. Í íslensku reglugerðinni segir í 4. gr.: „Samræmingarstjóri skal einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma." Holton segir að samkvæmt reglunum öðlist flugfélög afgreiðslutíma byggða á hefðarrétti. Þá segir hann að jafnræði sé á milli aðila og að sömu reglur gildi hvort sem er á Heathrow, Kastrup, Schönefeld eða Keflavíkurflugvelli, enda væri annars ómögulegt að samræma brottfarar- og komutíma og að ringulreið myndi ríkja ef málum væri ekki háttað á þennan veg. „Þetta er bara svona því við erum bara með ákveðið mörg hlið í Keflavík og við þurfum að fara eftir reglunum," segir Frank Holton að lokum. Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Frank Holton, samræmingarstjóri Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágar flugvallar í Færeyjum, segir aðstæður Wow Air vera fyrirsjáanlegar. Hann segir WOW Air aldrei hafa leitað til samræmingarstjóra eins og þeim var í lófa lagið að gera, en hann hefur alfarið séð um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 2005. Holton furðar sig á því að íslensk samkeppnisyfirvöld séu komin í málið, enda séu íslendingar búnir að framselja vald til úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til samræmingarstjóra í samræmi við evrópureglur, sem búið sé að innleiða með reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla nr. 1050/2008. „Af einhverjum ástæðum kaus WOW Air að einskorða umsókn sína um afgreiðslutíma við nákvæmlega þá tíma sem Icelandair var með fyrir. Ef þeim hefðu verið veittir þeir tímar hefði það valdið Icelandair vandræðum með að halda áætlunum á öðrum flugvöllum, sem er varla forsvaranlegt," segir Holton í samtali við fréttavefinn newstodate.aero.Samkeppnisyfirvöld eiga ekki að blanda sér í málið „Þeim voru í staðin boðnir allir þeir tímar sem þeir þurftu um klukkutíma utan háannatíma Icelandair, sem þeir höfnuðu. Í staðin ákváðu þeir að leita á náðir samkeppnisyfirvalda sem úrskurðuðu að Isavia væri skylt að afhenda WOW fjögur pláss," segir Holton. Vegna áfrýjunar úrskurðar samkeppniseftirlitsins af hálfu Isavia og Icelandair hafi WOW Air tilkynnt að þeir myndu ekki hefja flug til Norður-Ameríku, enda frestaði áfrýjunin réttaráhrifum upprunalega úrskurðarins. „Ef WOW hefði bara sýnt smá sveigjanleika hefði málið aldrei orðið að ágreiningi. Það er líka vert að benda á það að það hefði aldrei átt að blanda íslenskum samkeppnisyfirvölum í málið, enda hafa þau ekki lögsögu við úthlutun afgreiðslutíma á flugvellinum þar sem það vald hefur verið framselt til Evrópu," segir Holton. Í samtali við fréttastofu 365 segir Holton: „Það hefði kannski verið skynsamlegt ef fólkið í Samkeppniseftirlitinu hefði haft samband við okkur sem sjáum um að úthluta þessum tímum áður en þau komust að þessari niðurstöðu. Það er alveg ómögulegt að reyna að þvinga staðbundna úrskurði á alþjóðlegt kerfi. Ef það væri gert væri ekki hægt að hafa þetta samræmda kerfi," segir Holton.Segir Isavia ekki hafa neitt um úthlutun að segja Holton segir að samkvæmt evrópulöggjöf fari samræmingarstjóri einn með úthlutun og Isavia sjái bara um að fara eftir því sem frá honum kemur. Í íslensku reglugerðinni segir í 4. gr.: „Samræmingarstjóri skal einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma." Holton segir að samkvæmt reglunum öðlist flugfélög afgreiðslutíma byggða á hefðarrétti. Þá segir hann að jafnræði sé á milli aðila og að sömu reglur gildi hvort sem er á Heathrow, Kastrup, Schönefeld eða Keflavíkurflugvelli, enda væri annars ómögulegt að samræma brottfarar- og komutíma og að ringulreið myndi ríkja ef málum væri ekki háttað á þennan veg. „Þetta er bara svona því við erum bara með ákveðið mörg hlið í Keflavík og við þurfum að fara eftir reglunum," segir Frank Holton að lokum.
Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59
Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49
Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02