„Fóru auðveldu leiðina og hentu hræinu út“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2014 14:30 Stefán Thordersen segir að orðspor hans á Íslandi sé gjörónýtt. visir/stefán Aðalmeðferð í skaðabótarmáli Stefáns Thordersen, fyrrverandi yfirmanns hjá Isavia gegn Isavia ohf., fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en Stefán fer fram á tvær milljónir í skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn úr starfi. Málið má rekja til sumarbústaðarferðar sem Stefán fór í ásamt samstarfsmanni sínum og kvenkyns undirmanni í Grímsnes í mars 2009. Konan fór nokkru síðar í mál við Isavia vegna þess að í ferðinni hefði hún orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Stefáns en félagið hafi í engu brugðist við þeim upplýsingum og ekki gert henni fært að sinna starfi sínu áfram. Hún sagði áreitnina hafa falist í því að Stefán hefði farið nakinn í heitan pott og í kjölfarið ruðst inn í herbergi til hennar. Í febrúar 2011 dæmdi Héraðsdómur Reykjaness konunni 1,8 milljónir í skaðabætur vegna áreitisins. Fram kom í dómsal í morgun að Stefán hafi ekki átt neina aðild að dómsmálinu í Héraðsdómi Reykjaness og fékk því ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir kynferðislegt áreiti. Eftir að konunni voru dæmdar skaðabætur var Stefáni sagt upp störfum í mars 2011.Hegðunin óviðeigandi en ekki ólögleg Hæstiréttur snéri dómnum við og áleit sem svo að háttsemi Stefáns hafi verið óviðeigandi en ekki ólögleg. Í sumar stefndi Stefán svo Isavia vegna uppsagnarinnar. Efnislega telur Stefán og lögmaður hans Kristján B. Thorlacius hann hafa haft ráðningasamning sem opinber starfsmaður og því var uppsögnin ólögmæt. Stefán hafði áður fengið áminningu fyrir hegðun sína og að hans sögn taldi hann að málið væri því úr sögunni. Isavia hafnaði kröfunni í morgun á þeim grunvelli að Stefán hafi ekki verið opinber starfsmaður þar sem Isavia sé nú opinbert hlutafélag. Stefán á að hafa gert nýjan ráðningasamning við Isavia þegar félagið varð opinbert hlutafélag en stefnandi lagði ekki umræddan ráðningarsamning fyrir dóm í morgun. Fram kom í Héraðsdómi í morgun að Stefán hafi hafið störf hjá lögreglunni árið 1982 og þá gerst opinber starfsmaður. Því næst starfaði hann hjá flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hjá Flug-Kef ohf., stofnun sem heyrði undir Samgönguráðuneytið. Hann gerðist því næst yfirmaður öryggissviðs vallarins. Isavia tók síðar við starfseminni og varð þá opinbert hlutafélag. Stefán viðurkenndi í dómssal í morgun að hegðun hans í sumarbústaðarferðinni hafi ekki verið sæmandi en engu að síður ekki ólögleg. Eftir að konunni hafði verið dæmdar skaðabætur hafi veröld Stefáns hrunið og upp spratt stöðugt áreiti frá fjölmiðlum. Að sögn Stefáns eiga fjölmiðlar að hafa haft samband við börnin hans í þeirri von um að ná í manninn. Á þessum tíma hafi hann þurft að leita til læknis vegna streitu og álags. Hann var hættur að borða og veiktist gríðarlega að hans sögn. Hann sá engan annan kost en að fara í veikindaleyfi vegna ástand hans. Í mars árið 2011 fékk hann sent uppsagnarbréf. Hans upplifun var að fyrirtækið hefði ekki staðið við sín loforð og Isavia hafi nýtt sér stystu leiðina, að henda hræinu út eins og hann orðaði í dómssal í morgun. Umrætt uppsagnarbréf var ekki partur af einhverju samkomulagi milli fyrirtækisins og Isavia eins og hafði komið fram í frétt hjá Pressunni.Átti við erfið veikinda að stríða í eitt ár vegna málsins. Stefán sagði í Héraðsdómi í morgun að hann hafi verið andlega veikur í eitt ár og farið reglulega til trúnaðarlæknis og sálfræðings. Orðspor hans hafi verið eyðilagt og var því enginn möguleiki fyrir hann að fá annað starf hér á landi. Hann starfar í dag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Isavia hafnaði alfarið kröfum Stefáns í Héraðsdómi í morgun og krafðist lögfræðingur félagsins Ragnar Árnason að Stefán myndi greiða málskostnað Isavia. Lögfræðingur Isavia talaði í morgun um að ástæðan fyrir uppsögninni hafi verið sú að allt hafi verið á suðurpunkti innan fyrirtækisins og Stefán ekki notið traust starfsmanna sinna, en Stefán starfaði þá sem yfirmaður. Rök lögfræðings Isavia í dómssal í morgun voru á þá leið að Hæstiréttur hafi í raun aldrei áður staðfest að starfsmannaréttindi opinbera starfsmanna fylgdi þeim þegar opinbert hlutafélag tekur við rekstri. Fram kom í dómssal í morgun að Stefán Thordersen hafi nú þegar kostað fyrirtækið gríðarlega fjármuni og því krafðist Isavia að hann myndi greiða málskostnað. Niðurstaða mun liggja fyrir í málinu á næstu vikum. Tengdar fréttir Sumarbústaðaferð getur af sér annað dómsmál Fyrrverandi yfirmaður hjá Isavia hefur stefnt félaginu vegna ólögmætrar uppsagnar og krefst tveggja milljóna í bætur. Honum var sagt upp eftir að konu voru dæmdar bætur vegna kynferðislegrar áreitni hans. Hæstiréttur sneri þeim dómi. 19. október 2013 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Aðalmeðferð í skaðabótarmáli Stefáns Thordersen, fyrrverandi yfirmanns hjá Isavia gegn Isavia ohf., fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en Stefán fer fram á tvær milljónir í skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn úr starfi. Málið má rekja til sumarbústaðarferðar sem Stefán fór í ásamt samstarfsmanni sínum og kvenkyns undirmanni í Grímsnes í mars 2009. Konan fór nokkru síðar í mál við Isavia vegna þess að í ferðinni hefði hún orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Stefáns en félagið hafi í engu brugðist við þeim upplýsingum og ekki gert henni fært að sinna starfi sínu áfram. Hún sagði áreitnina hafa falist í því að Stefán hefði farið nakinn í heitan pott og í kjölfarið ruðst inn í herbergi til hennar. Í febrúar 2011 dæmdi Héraðsdómur Reykjaness konunni 1,8 milljónir í skaðabætur vegna áreitisins. Fram kom í dómsal í morgun að Stefán hafi ekki átt neina aðild að dómsmálinu í Héraðsdómi Reykjaness og fékk því ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir kynferðislegt áreiti. Eftir að konunni voru dæmdar skaðabætur var Stefáni sagt upp störfum í mars 2011.Hegðunin óviðeigandi en ekki ólögleg Hæstiréttur snéri dómnum við og áleit sem svo að háttsemi Stefáns hafi verið óviðeigandi en ekki ólögleg. Í sumar stefndi Stefán svo Isavia vegna uppsagnarinnar. Efnislega telur Stefán og lögmaður hans Kristján B. Thorlacius hann hafa haft ráðningasamning sem opinber starfsmaður og því var uppsögnin ólögmæt. Stefán hafði áður fengið áminningu fyrir hegðun sína og að hans sögn taldi hann að málið væri því úr sögunni. Isavia hafnaði kröfunni í morgun á þeim grunvelli að Stefán hafi ekki verið opinber starfsmaður þar sem Isavia sé nú opinbert hlutafélag. Stefán á að hafa gert nýjan ráðningasamning við Isavia þegar félagið varð opinbert hlutafélag en stefnandi lagði ekki umræddan ráðningarsamning fyrir dóm í morgun. Fram kom í Héraðsdómi í morgun að Stefán hafi hafið störf hjá lögreglunni árið 1982 og þá gerst opinber starfsmaður. Því næst starfaði hann hjá flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hjá Flug-Kef ohf., stofnun sem heyrði undir Samgönguráðuneytið. Hann gerðist því næst yfirmaður öryggissviðs vallarins. Isavia tók síðar við starfseminni og varð þá opinbert hlutafélag. Stefán viðurkenndi í dómssal í morgun að hegðun hans í sumarbústaðarferðinni hafi ekki verið sæmandi en engu að síður ekki ólögleg. Eftir að konunni hafði verið dæmdar skaðabætur hafi veröld Stefáns hrunið og upp spratt stöðugt áreiti frá fjölmiðlum. Að sögn Stefáns eiga fjölmiðlar að hafa haft samband við börnin hans í þeirri von um að ná í manninn. Á þessum tíma hafi hann þurft að leita til læknis vegna streitu og álags. Hann var hættur að borða og veiktist gríðarlega að hans sögn. Hann sá engan annan kost en að fara í veikindaleyfi vegna ástand hans. Í mars árið 2011 fékk hann sent uppsagnarbréf. Hans upplifun var að fyrirtækið hefði ekki staðið við sín loforð og Isavia hafi nýtt sér stystu leiðina, að henda hræinu út eins og hann orðaði í dómssal í morgun. Umrætt uppsagnarbréf var ekki partur af einhverju samkomulagi milli fyrirtækisins og Isavia eins og hafði komið fram í frétt hjá Pressunni.Átti við erfið veikinda að stríða í eitt ár vegna málsins. Stefán sagði í Héraðsdómi í morgun að hann hafi verið andlega veikur í eitt ár og farið reglulega til trúnaðarlæknis og sálfræðings. Orðspor hans hafi verið eyðilagt og var því enginn möguleiki fyrir hann að fá annað starf hér á landi. Hann starfar í dag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Isavia hafnaði alfarið kröfum Stefáns í Héraðsdómi í morgun og krafðist lögfræðingur félagsins Ragnar Árnason að Stefán myndi greiða málskostnað Isavia. Lögfræðingur Isavia talaði í morgun um að ástæðan fyrir uppsögninni hafi verið sú að allt hafi verið á suðurpunkti innan fyrirtækisins og Stefán ekki notið traust starfsmanna sinna, en Stefán starfaði þá sem yfirmaður. Rök lögfræðings Isavia í dómssal í morgun voru á þá leið að Hæstiréttur hafi í raun aldrei áður staðfest að starfsmannaréttindi opinbera starfsmanna fylgdi þeim þegar opinbert hlutafélag tekur við rekstri. Fram kom í dómssal í morgun að Stefán Thordersen hafi nú þegar kostað fyrirtækið gríðarlega fjármuni og því krafðist Isavia að hann myndi greiða málskostnað. Niðurstaða mun liggja fyrir í málinu á næstu vikum.
Tengdar fréttir Sumarbústaðaferð getur af sér annað dómsmál Fyrrverandi yfirmaður hjá Isavia hefur stefnt félaginu vegna ólögmætrar uppsagnar og krefst tveggja milljóna í bætur. Honum var sagt upp eftir að konu voru dæmdar bætur vegna kynferðislegrar áreitni hans. Hæstiréttur sneri þeim dómi. 19. október 2013 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sumarbústaðaferð getur af sér annað dómsmál Fyrrverandi yfirmaður hjá Isavia hefur stefnt félaginu vegna ólögmætrar uppsagnar og krefst tveggja milljóna í bætur. Honum var sagt upp eftir að konu voru dæmdar bætur vegna kynferðislegrar áreitni hans. Hæstiréttur sneri þeim dómi. 19. október 2013 07:00