Jaleesa Butler er gengin til lið við Breiðablik í 1. deild kvenna í körfubolta og náði hún þrefaldri tvennu þegar Breiðablik skellti Fjölni 85-59 í toppslag deildarinnar í dag.
Butler hefur leikið lengi hér á landi og farið mikinn í efstu deild og sýnir það hug Breiðabliks að liðið skuli sækja hana eftir Valur lét hana fara fyrir áramót.
Butler skoraði 22 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar á 31 mínútu. Berglind Karen Ingvarsdóttir skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Mone Laretta Peoples skoraði 31 stig fyrir Fjölni og Eyrún Líf Sigurðardóttir 15.
Liðin eru jöfn að stigum með 12 stig í átta leikjum í efstu sætum 1. deildar. Stjarnan er einnig með 12 stig en í tíu leikjum.
Butler fór á kostum í fyrsta leiknum með Breiðabliki
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn



Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


„Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“
Enski boltinn

Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn