Vantar fleiri kosti á hlutabréfamarkað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2014 11:15 Páll segir nauðsynlegt að fá fleiri kosti inn á íslenskan hlutabréfamarkað. Mynd/Valli „Ég fagna því að það sé uppi gagnrýnin og heilbrigð umræða um verðlagningu á hlutabréfamarkaði og tel að það sé af hinu góða. Við höfum, án þess að ég sé að leggja nokkurt mat á hvort verðlagið sé of hátt eða of lágt, bent á ákveðnar hættur sem eignamörkuðum er skapað með gjaldeyrismörkuðum hér á landi,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, í samtali við Fréttablaðið í dag. Tveir sérfræðingar sögðust í blaðinu í gær sjá merki um að eignabóla geti farið að myndast á hlutabréfamarkaði en heildarviðskipti með hlutabréf jukust um 162 milljarða milli ára. Páll segist ekki geta tjáð sig sérstaklega um verðmyndun á markaðnum en segir að vissu leyti óheppilegt hve smár hann er hérlendis. „Hér er fjármagn sem hefur ekki aðra kosti heldur en innlenda sem skapar auðvitað ákveðnar hættur. Það er fjármagn sem kemur til landsins en minna sem fer út sem skapar hættur á skekkingu í verðmyndun. Það sem að einhverju leyti hefur dregið úr þessari hættu er að erlent fjármagn hefur að frekar takmörkuðu leyti verið að leita inn á markaðinn sem skrifast á vantraust vegna gjaldeyrishaftanna. Það er auðvitað í sjálfu sér ekki af hinu góða,“ segir Páll. Hann segir að fyrir utan að losna við höftin sem fyrst sé nauðsynlegt að fá fleiri kosti inn á íslenskan hlutabréfamarkað.Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar.„Við erum auðvitað mjög ánægð með þau félög sem hafa komið inn á markaðinn en vildum gjarnan fá líka þessi stærstu fyrirtæki sem enn eru fyrir utan markaðinn. Þá er helst litið til fjármálageirans, orkugeirans og svo auðvitað á sjárvarútveginn. Þannig vantar auðvitað stórar undirstöður í atvinnulífinu hér á landi inn á markaðinn,“ segir Páll sem vonast til að það rætist að einhverju leyti úr þessu eftir því sem líður á árið. „Þetta er augljóslega óheppilegt, þar sem þetta eru býsna stórir fjárfestingarkostir, bankarnir, helstu sjávarútvegsfyrirtækin og orkufyrirtækin, sem bæði fagfjárfestar, lífeyrissjóðir og almenningur hefði mikinn áhuga á. Margir hverjir í orkunni hafa töluvert erlent tekjustreymi,“ segir Páll sem telur að það sé eitthvað sem fjárfestar séu klárlega að leita eftir og væri gott fyrir markaðinn. „Þetta er mikilvægt frá þeim sjónarhóli að hlutabréfamarkaðurinn endurspegli hagkerfi okkar á hverjum tíma,“ segir Páll að lokum. Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
„Ég fagna því að það sé uppi gagnrýnin og heilbrigð umræða um verðlagningu á hlutabréfamarkaði og tel að það sé af hinu góða. Við höfum, án þess að ég sé að leggja nokkurt mat á hvort verðlagið sé of hátt eða of lágt, bent á ákveðnar hættur sem eignamörkuðum er skapað með gjaldeyrismörkuðum hér á landi,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, í samtali við Fréttablaðið í dag. Tveir sérfræðingar sögðust í blaðinu í gær sjá merki um að eignabóla geti farið að myndast á hlutabréfamarkaði en heildarviðskipti með hlutabréf jukust um 162 milljarða milli ára. Páll segist ekki geta tjáð sig sérstaklega um verðmyndun á markaðnum en segir að vissu leyti óheppilegt hve smár hann er hérlendis. „Hér er fjármagn sem hefur ekki aðra kosti heldur en innlenda sem skapar auðvitað ákveðnar hættur. Það er fjármagn sem kemur til landsins en minna sem fer út sem skapar hættur á skekkingu í verðmyndun. Það sem að einhverju leyti hefur dregið úr þessari hættu er að erlent fjármagn hefur að frekar takmörkuðu leyti verið að leita inn á markaðinn sem skrifast á vantraust vegna gjaldeyrishaftanna. Það er auðvitað í sjálfu sér ekki af hinu góða,“ segir Páll. Hann segir að fyrir utan að losna við höftin sem fyrst sé nauðsynlegt að fá fleiri kosti inn á íslenskan hlutabréfamarkað.Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar.„Við erum auðvitað mjög ánægð með þau félög sem hafa komið inn á markaðinn en vildum gjarnan fá líka þessi stærstu fyrirtæki sem enn eru fyrir utan markaðinn. Þá er helst litið til fjármálageirans, orkugeirans og svo auðvitað á sjárvarútveginn. Þannig vantar auðvitað stórar undirstöður í atvinnulífinu hér á landi inn á markaðinn,“ segir Páll sem vonast til að það rætist að einhverju leyti úr þessu eftir því sem líður á árið. „Þetta er augljóslega óheppilegt, þar sem þetta eru býsna stórir fjárfestingarkostir, bankarnir, helstu sjávarútvegsfyrirtækin og orkufyrirtækin, sem bæði fagfjárfestar, lífeyrissjóðir og almenningur hefði mikinn áhuga á. Margir hverjir í orkunni hafa töluvert erlent tekjustreymi,“ segir Páll sem telur að það sé eitthvað sem fjárfestar séu klárlega að leita eftir og væri gott fyrir markaðinn. „Þetta er mikilvægt frá þeim sjónarhóli að hlutabréfamarkaðurinn endurspegli hagkerfi okkar á hverjum tíma,“ segir Páll að lokum.
Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent