Viðskipti innlent

Fjögur markaðsfyrirtæki sameinuð í eitt

Haraldur Guðmundsson skrifar
Tvö fyrirtæki eru nú með aðsetur í Kaaberhúsinu, Janúar og Auglýsingamiðlun.
Tvö fyrirtæki eru nú með aðsetur í Kaaberhúsinu, Janúar og Auglýsingamiðlun. Mynd/Stefán.
Fjögur markaðsfyrirtæki með aðsetur í Kaaberhúsinu voru um áramót sameinuð í nýtt fyrirtæki, Janúar. Um er að ræða auglýsingastofuna Fíton, vefstofuna Skapalón, framleiðslufyrirtækið Miðstræti og ráðgjafafyrirtækið Kansas.

Kansas keypti allt hlutafé hinna fyrirtækjanna þriggja og tekur á sig fjárhags- og rekstrarlegar skuldbindingar þeirra. Nýja fyrirtækið mun hafa um sjötíu starfsmenn og framkvæmdastjórar þess verða Sævar Örn Sævarsson og Pétur Pétursson. Rekstur fimmta fyrirtækisins í Kaaberhúsinu, Auglýsingamiðlunar, verður áfram í sér félagi.

„Janúar er markaðshús sem býður upp á hönnun, veflausnir, ráðgjöf og framleiðslu markaðsefnis. Janúar aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga við að koma skilaboðum og/eða öðru markaðsefni, áleiðis með vönduðum, skilvirkum og hagkvæmum hætti í þeim miðlum sem henta hverju verkefni fyrir sig. Á þann hátt mætir Janúar vaxandi kröfu markaðsstjóra, vefstjóra og stjórnenda fyrirtækja og stofnana um heildstæða hugsun í ásýnd og markaðsstarfi,“ segir Sævar Örn Sævarsson, annar af framkvæmdastjórum hins nýja fyrirtækis í fréttatilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×