Viðskipti innlent

Besta jólavertíð í sögu House of Fraser

Haraldur Guðmundsson skrifar
Verslunarkeðjur í Bretlandi virðast koma misvel undan jólavertíðinni þar í landi. 

Breska verslunarkeðjan House of Fraser sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem segir að sala fyrirtækisins í desember hafi verið sú mesta í 164 ára sögu þess.

Verslanir keðjunnar í Glasgow, Belfast og á Oxford stræti í Lundúnum skiluðu allar sinni bestu jólavertíð og sala á netinu jókst um 57,7 prósent yfir þriggja vikna tímabil í mánuðinum.

Verslunarkeðjan Debenhams sendi aftur á móti frá sér aðkomuviðvörun í fyrradag þegar ljóst var að sala á vörum fyrirtækisins hefði verið langt undir væntingum.

Simon Herrick, fjármálastjóri Debenhams, tilkynnti í kjölfarið að hann ætli að láta af störfum þann 7. febrúar næstkomandi og leitar fyrirtækið nú að eftirmanni hans, að því er fram kemur í frétt The Wall Street Journal

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×