Viðskipti innlent

Leifsstöð verður stækkuð í vetur

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Nýja byggingin verður um 5 þúsund fermetrar að flatarmáli.
Nýja byggingin verður um 5 þúsund fermetrar að flatarmáli. Mynd/Friðrik Þór
Leifsstöð verður stækkuð í vetur til þess að auka afköst byggingarinnar frekar fyrir næsta sumar vegna farþegafjölgunar undanfarinna ára. ISAVIA greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Ráðgert er að reisa viðbyggingu með kjallara og tveimur hæðum við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar, samtals nærri 5 þúsund fermetrar að flatarmáli.

Þar verða sex brottfararhlið sem þjóna munu svonefndum fjarstæðum í grennd við flugstöðina og verður farþegum ekið til og frá flugvélum í  sérbyggðum rútubifreiðum.

Nýja viðbyggingin mun samkvæmt ISAVIA auka sveigjanleika flugstöðvarinnar og auðvelda afgreiðslu á háannatíma. Hönnun og byggingarform hússins verður einfalt og með þeim hætti að sem mestur sveigjanleiki náist í rekstri.

Þá verður einnig fljótlega hafin stækkun farangursflokkunarkerfisins sem tvöfalda mun afkastagetu þess fyrir sumaráætlun þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×