Viðskipti innlent

Skora á fjármálafyrirtækin að samþykkja frestun á nauðungarsölum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skora á fjármálafyrirtækin að samþykkja frestun á nauðungarsölum.
Skora á fjármálafyrirtækin að samþykkja frestun á nauðungarsölum. mynd / samsett
Hagsmunasamtök heimilanna skora á fjármálafyrirtækin að samþykkja frestun á nauðungarsölum í fréttatilkynningu frá samtökunum:

Í ljósi nýrra laga sem samþykkt voru á Alþingi nú rétt fyrir jól um frestun á nauðungarsölum skorar stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna á fjármálastofnanir að samþykkja umsóknir gerðarþola sem nýlega hafa misst heimili sín um að uppboð gangi ekki endanlega í gegn fyrr en eftir 1. september 2014.

Frestun fram yfir 1. september í þeim tilfellum þar sem nauðungarsala hefur þegar farið fram er háð samþykki gerðarbeiðanda.

Þeir sem standa í þessum sporum eiga því allt undir því að viðkomandi fjármálafyrirtæki samþykki frestinn.

F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna,  

Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir og formaður stjórnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×