Viðskipti innlent

Laugavegurinn á lista yfir bestu verslunargötur heims

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Laugavegur að sumri til.
Laugavegur að sumri til. Ernir Eyjólfsson
„Kannski ekki stærsta verslunargata heims, eða mikið af fólki þar að finna, en þessi verslunargata í miðbæ Reykjavíkur hefur upp á margt að bjóða. Þar má finna fínustu vörur á Íslandi, og hún er jafnframt ein elsta verslunargata landsins. Líkt og aðrar verslunargötur sem finna má á listanum, eru þar margar einkareknar verslanir og dýrustu merkin frá öllum heimshornum,“ segir í úttekt heimasíðunnar 10mosttoday.

Heimasíðan tekur saman topp-10 lista yfir hið ýmsa, arkítektúr, verkfræði, náttúru, ferðamennsku og svo mætti lengi telja, en hún útnefnir Laugaveginn í tíunda sæti yfir bestu verslunargötur í heimi.

Aðrar verslunargötur sem finna má á listanum eru Fifth Avenue í New York, sem trónir á toppi listans, Bond Street í London, Rodeo Drive í Beverley Hills og Avenue Montaigne í París, svo einhverjar séu nefndar, og því ljóst að það er ekki leiðum að líkjast.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×