Nýr Kani Snæfellinga kann svo sannarlega að troða | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2014 20:30 Travis Cohn í leik með háskólaliði sínu. Mynd/Grace Singer „Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira