"Íslendingar eru magnaðir" Jóhannes Stefánsson skrifar 6. janúar 2014 21:23 Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær skapaðist mikið öngþveiti í Smáralind í þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier boðuðu komu sína í gegnum samfélagsmiðla. Þúsundir unglinga söfnuðust saman og mikill glundroði og gríðarlegur hávaði var í mannfjöldanum. Þetta leiddi til eignatjóns en fólk stóð uppi á bílum til að berja stjörnurnar augum auk þess sem vitni segja börn hafa orðið fyrir troðningi og meiðst í látunum. Fréttastofa ræddi við Jerome og Nash vegna atviksins. „Við tilkynntum að við ætluðum að hitta fólk hérna. Við héldum að það kæmu kannski hundrað manns og við ætluðum að hitta þau og taka myndir, en það komu miklu fleiri," segir Nash Grier. „Ég veit ekki hve mörg þau voru en það var mikið margmenni þarna. Þau flykktust að okkur og þetta varð allsherjarklúður," bætir hann við.Voruð þið handteknir? „Nei, þeir fylgdu okkur frá múgnum og komu okkur á öruggt svæði, því það var togað í okkur og við vorum í miðri þvögunni sem í rauninni réðst á okkur," segir Nash.Voruð þið hræddir? „Ég var hálfhræddur á tímabili," segir Nash.Finnst ykkur þið bera ábyrgð á því sem gerðist? „Ég held að við berum ábyrgð á því sem gerðist, svo ég vil biðjast afsökunar fyrir okkur báða," segir Jerome Jarre.Með mjög marga fylgjendur á samfélagsmiðlunum Til marks um vinsældir þeirra félaga hér á landi mættu aðdáendur þeirra og biðu eftir þeim á meðan sjónvarpsviðtalinu stóð. En hvernig vissu aðdáendurnir af þeim? Jú, vegna þess að þeir höfðu látið vita á Twitter að þeir væru í viðtali. „Við gerðum þetta fyrir áhorfendur okkar í Bandaríkjunum. Okkur grunaði ekki að svona margir horfðu á okkur á Íslandi. Ég finn til með þeim sem komu og öllum þeim sem meiddust og öllum þeim sem við gátum ekki talað við. Við vildum að við hefðum getað tala við alla," segir Jerome. En þrátt fyrir allt eru þeir félagar gríðarlega ánægðir með Ísland. „Íslendingar eru magnaðir. Við erum sammála um það. Við erum mjög hrifnir af því hvernig þetta samfélag virkar," segir Jerome Jarre að lokum. Þess má geta að á meðan upptöku sjónvarpsviðtalsins stóð var Jerome að senda út þátt í gegnum símann sinn, en yfir þúsund áhorfendur fylgdust með honum og Nash í beinni útsendingu á meðan viðtalinu stóð. Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Horfðu ef þú veist ekki ennþá hvað VINE er Margir Íslendingar hafa lýst því yfir á Facebook síðasta sólahringinn hvað þeir eru svekktir yfir því að hafa ekki hugmynd um hvað VINE er. 6. janúar 2014 15:00 Jerome Jarre og Nash Grier brugðu á leik í Gyllta Kettinum Vine-stjörnurnar voru ásamt ömmu Jeromes að versla og tóku upp Vine í leiðinni. 6. janúar 2014 11:19 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Smáralind troðfylltist af unglingum sem vildu bera Vine-stjörnuna Jerome Jarre augum. Tjón varð á bílum og vitni segja gríðarlegan múgæsing hafa skapast. 5. janúar 2014 17:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær skapaðist mikið öngþveiti í Smáralind í þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier boðuðu komu sína í gegnum samfélagsmiðla. Þúsundir unglinga söfnuðust saman og mikill glundroði og gríðarlegur hávaði var í mannfjöldanum. Þetta leiddi til eignatjóns en fólk stóð uppi á bílum til að berja stjörnurnar augum auk þess sem vitni segja börn hafa orðið fyrir troðningi og meiðst í látunum. Fréttastofa ræddi við Jerome og Nash vegna atviksins. „Við tilkynntum að við ætluðum að hitta fólk hérna. Við héldum að það kæmu kannski hundrað manns og við ætluðum að hitta þau og taka myndir, en það komu miklu fleiri," segir Nash Grier. „Ég veit ekki hve mörg þau voru en það var mikið margmenni þarna. Þau flykktust að okkur og þetta varð allsherjarklúður," bætir hann við.Voruð þið handteknir? „Nei, þeir fylgdu okkur frá múgnum og komu okkur á öruggt svæði, því það var togað í okkur og við vorum í miðri þvögunni sem í rauninni réðst á okkur," segir Nash.Voruð þið hræddir? „Ég var hálfhræddur á tímabili," segir Nash.Finnst ykkur þið bera ábyrgð á því sem gerðist? „Ég held að við berum ábyrgð á því sem gerðist, svo ég vil biðjast afsökunar fyrir okkur báða," segir Jerome Jarre.Með mjög marga fylgjendur á samfélagsmiðlunum Til marks um vinsældir þeirra félaga hér á landi mættu aðdáendur þeirra og biðu eftir þeim á meðan sjónvarpsviðtalinu stóð. En hvernig vissu aðdáendurnir af þeim? Jú, vegna þess að þeir höfðu látið vita á Twitter að þeir væru í viðtali. „Við gerðum þetta fyrir áhorfendur okkar í Bandaríkjunum. Okkur grunaði ekki að svona margir horfðu á okkur á Íslandi. Ég finn til með þeim sem komu og öllum þeim sem meiddust og öllum þeim sem við gátum ekki talað við. Við vildum að við hefðum getað tala við alla," segir Jerome. En þrátt fyrir allt eru þeir félagar gríðarlega ánægðir með Ísland. „Íslendingar eru magnaðir. Við erum sammála um það. Við erum mjög hrifnir af því hvernig þetta samfélag virkar," segir Jerome Jarre að lokum. Þess má geta að á meðan upptöku sjónvarpsviðtalsins stóð var Jerome að senda út þátt í gegnum símann sinn, en yfir þúsund áhorfendur fylgdust með honum og Nash í beinni útsendingu á meðan viðtalinu stóð.
Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Horfðu ef þú veist ekki ennþá hvað VINE er Margir Íslendingar hafa lýst því yfir á Facebook síðasta sólahringinn hvað þeir eru svekktir yfir því að hafa ekki hugmynd um hvað VINE er. 6. janúar 2014 15:00 Jerome Jarre og Nash Grier brugðu á leik í Gyllta Kettinum Vine-stjörnurnar voru ásamt ömmu Jeromes að versla og tóku upp Vine í leiðinni. 6. janúar 2014 11:19 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Smáralind troðfylltist af unglingum sem vildu bera Vine-stjörnuna Jerome Jarre augum. Tjón varð á bílum og vitni segja gríðarlegan múgæsing hafa skapast. 5. janúar 2014 17:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55
Horfðu ef þú veist ekki ennþá hvað VINE er Margir Íslendingar hafa lýst því yfir á Facebook síðasta sólahringinn hvað þeir eru svekktir yfir því að hafa ekki hugmynd um hvað VINE er. 6. janúar 2014 15:00
Jerome Jarre og Nash Grier brugðu á leik í Gyllta Kettinum Vine-stjörnurnar voru ásamt ömmu Jeromes að versla og tóku upp Vine í leiðinni. 6. janúar 2014 11:19
Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02
Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Smáralind troðfylltist af unglingum sem vildu bera Vine-stjörnuna Jerome Jarre augum. Tjón varð á bílum og vitni segja gríðarlegan múgæsing hafa skapast. 5. janúar 2014 17:12