Innlent

Auðveldar lesblindum nám með minnistækni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Með því að nota minnistækni er hægt að bæta námsárangur til muna. Þá gagnast tæknin lesblindum einstaklingum vel. Þetta segir lesblinduráðgjafi sem nýtt hefur minnistækni við kennslu í tíu ár.

Kolbeinn Sigurjónsson er menntaður tölvunarfræðingur. Hann kynntist minnistækni á sínum unglingsárum og hefur nýtt sér hana í námi og við kennslu. Minnistæknin felst aðallega í því að virkja sjónminni.

Kolbeinn segir minnistæknina gagnast fólki í dagleg lífi. Meðal annars til að muna nöfn og tölur. Sérstaklega segir Kolbeinn aðferðina þó gagnast lesblindum, en hann hefur starfað við lesblinduráðgjöf undanfarin ár.

Fjölbreyttur hópur fólks leitar til Kolbeins með það í huga að auðvelda sér námið með þessum hætti.  Má þar nefna krakka í efri deildum grunnskóla jafnt sem lækna – og lögfræðinema.

Ég hef ekki ennþá fundið þann sem getur ekki lært minnistækni. Hún er svo auðveld,” segir Kolbeinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×