Hvalabjór í fyrsta skipti á markað Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. janúar 2014 07:30 Ný tegund af bjór, Hvalabjór, kemur á markað nú í janúar. Það er Brugghús Steðja í Borgarfirði sem framleiðir bjórinn í samstarfi við Hval hf. Bjórinn er bruggaður með hvalmjöli sem er mjög próteinríkt og í því er nánast engin fita. Dagbjartur Arilíusson, einn eigandi brugghússins, segir að enginn viðbættur sykur sé notaður og það geri drykkinn að mjög heilnæmum drykk. Um sé að ræða bragðmikinn þorrabjór.Eigengur Steðja eru þau Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson.Aðspurður hvort hann sé ekki hræddur um að hvalfriðungar muni ekki láta í sér heyra segir hann svo vera. „Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir Dagbjartur. „Við vonum þó að Íslendingar verði sáttir við þetta enda erum við að stíla þetta inn á þorrann og á honum er nú ýmislegt misjafnt étið og drukkið,“ segir hann. Hvalbragðið mun koma fram í undirtóni bjórsins og mun einnig finnast á eftirbragðinu. Bjórinn verður 5,2 prósent alkóhól og hann verður síaður og gerilsneyddur. Miðinn á flöskunni er hannaður af íslenskum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorrastemninguna. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rúnum. Hvalabjórinn er væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús. „Við erum rúmlega eins árs gamalt fyrirtæki og erum að fóta okkur á markaðnum. Við erum með fimm fastar tegundir og erum að koma inn með árstíðabundna bjóra. Þetta er ein leið til að kynna okkur,“ segir Dabjartur um komu Hvalabjórsins á markað. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Ný tegund af bjór, Hvalabjór, kemur á markað nú í janúar. Það er Brugghús Steðja í Borgarfirði sem framleiðir bjórinn í samstarfi við Hval hf. Bjórinn er bruggaður með hvalmjöli sem er mjög próteinríkt og í því er nánast engin fita. Dagbjartur Arilíusson, einn eigandi brugghússins, segir að enginn viðbættur sykur sé notaður og það geri drykkinn að mjög heilnæmum drykk. Um sé að ræða bragðmikinn þorrabjór.Eigengur Steðja eru þau Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson.Aðspurður hvort hann sé ekki hræddur um að hvalfriðungar muni ekki láta í sér heyra segir hann svo vera. „Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir Dagbjartur. „Við vonum þó að Íslendingar verði sáttir við þetta enda erum við að stíla þetta inn á þorrann og á honum er nú ýmislegt misjafnt étið og drukkið,“ segir hann. Hvalbragðið mun koma fram í undirtóni bjórsins og mun einnig finnast á eftirbragðinu. Bjórinn verður 5,2 prósent alkóhól og hann verður síaður og gerilsneyddur. Miðinn á flöskunni er hannaður af íslenskum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorrastemninguna. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rúnum. Hvalabjórinn er væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús. „Við erum rúmlega eins árs gamalt fyrirtæki og erum að fóta okkur á markaðnum. Við erum með fimm fastar tegundir og erum að koma inn með árstíðabundna bjóra. Þetta er ein leið til að kynna okkur,“ segir Dabjartur um komu Hvalabjórsins á markað.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira