Viðskipti innlent

Ísland í öðru sæti yfir aflahæstu þjóðir Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Stefán
Heimsafli var 94,6 milljónir tonna árið 2011 og jókst um 4,6 milljónir tonna frá árinu 2010. Sú fisktegund sem mest var veitt af var perúansjósa og veiddist mest úr Kyrrahafinu.

Sagt er frá þessu á vef Hagstofunnar.

Sú heimsálfa sem átti stærstan hluta af aflanum var Asía, næst kom Ameríka og svo Evrópa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða á meðan Norðmenn, sem mest veiddu af Evrópuþjóðunum eru í ellefta sæti á heimslistanum.

Íslendingar voru í 18. sæti heimslistans, einu sæti ofar en í fyrra, og veiddu næst mest allra Evrópuþjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×