Snapchat í stríði við Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2014 14:35 Evan Spiegel, annar stofnenda Snapchat. Mynd/AP Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf