Gull og silfur vellur upp úr hverastrýtum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2014 19:00 Norskir jarðvísindamenn telja að mikil verðmæti í málmum sé að finna á Atlantshafshryggnum norður af Íslandi og segja að hverastrýtur á hafsbotni skili af sér eðalmálmum eins og gulli og silfri. Málmsérfræðingur Orkustofnunar segir slík dæmi í borholum á Reykjanesi og telur afar brýnt að Íslendingar efli þekkingu sína á þessu sviði.Grein sem vísindamenn við tækni- og náttúruvísindaháskólann í Þrándheimi birtu fyrir jól hefur vakið athygli norskra fjölmiðla. Á Atlantshafshryggnum í lögsögu Noregs norðan Íslands áætla þeir verðmæti málma upp á 430 milljarða norskra króna, eða sem nemur átta þúsund milljörðum íslenskra króna. Atlantshafshryggurinn liggur einnig í lögsögu Íslands.Gull, silfur og fleiri málmar falla út í hverastrýtum á hafsbotni.Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, land- og jarðfræðingur, er verkefnisstjóri hagnýtra jarðefna hjá Orkustofnun. Í viðtali við Stöð 2 segir hún það alveg möguleika að mikil verðmæti geti legið í málmum umhverfis Ísland. Sérstaklega þurfi að skoða það fyrir norðan land. Hún segir þetta framtíðarverkefni en brýnt sé að Íslendingar efli samstarf við nágrannaþjóðir um málmrannsóknir. „Þar er samstarf við Norðmenn mjög fýsilegt því að þeir leggja gríðarlega áherslu á umhverfismál, bæði við rannsóknir á landi og á hafsbotni,” segir Bryndís. Hún segir að efla þurfi þekkingu innanlands á þessu sviði. „Okkur bara vantar fólk með sérfræðimenntun, að mennta nýtt fólk í þetta. Við erum náttúrlega líka að horfa á nágrennið við Grænland.” Rannsóknir Norðmanna beinast meðal annars að hverastrýtum, svokölluðum black smokers, en þeir segja að þar falli út gull og silfur, kopar og kóbalt, sink og blý.Á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi eru hverastrýtur á landi sem skila gulli og silfri til yfirborðs.„Við höfum þetta uppi á landi á Reykjanesi, það sem við getum kallað black smokers. Ég heyri það að Norðmennirnir hafa mjög mikinn áhuga á að skoða það fyrirbæri hjá okkur. Þannig að ég held að við séu svolítið einstök í því,” segir Bryndís. Málmmyndanir komi upp í borholum á Reykjanesi og sjáist í pípum. „Og valda bara útfellingum og vandræðum þar. En þar hefur Vigdís Harðardóttir verið að skoða gull og silfur og fleiri málma. Þannig að við höfum þetta bara uppi á landi.” -Þannig að borholurnar eru að skila upp eðalmálmum? „Já, já. Þetta er þægilegt í vinnslu hér uppi á landi á meðan menn eru að glíma við hafsbotninn.” Frægar hverastrýtur á botni Eyjafjarðar segir hún hins vegar „white smokers", og þar sé ekki að koma upp gull. Bryndís segir þetta áminningu um að Íslendingar tryggi réttindi sín á landgrunninu. „Við eigum að herða okkur í hafréttarmálum.” Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Norskir jarðvísindamenn telja að mikil verðmæti í málmum sé að finna á Atlantshafshryggnum norður af Íslandi og segja að hverastrýtur á hafsbotni skili af sér eðalmálmum eins og gulli og silfri. Málmsérfræðingur Orkustofnunar segir slík dæmi í borholum á Reykjanesi og telur afar brýnt að Íslendingar efli þekkingu sína á þessu sviði.Grein sem vísindamenn við tækni- og náttúruvísindaháskólann í Þrándheimi birtu fyrir jól hefur vakið athygli norskra fjölmiðla. Á Atlantshafshryggnum í lögsögu Noregs norðan Íslands áætla þeir verðmæti málma upp á 430 milljarða norskra króna, eða sem nemur átta þúsund milljörðum íslenskra króna. Atlantshafshryggurinn liggur einnig í lögsögu Íslands.Gull, silfur og fleiri málmar falla út í hverastrýtum á hafsbotni.Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, land- og jarðfræðingur, er verkefnisstjóri hagnýtra jarðefna hjá Orkustofnun. Í viðtali við Stöð 2 segir hún það alveg möguleika að mikil verðmæti geti legið í málmum umhverfis Ísland. Sérstaklega þurfi að skoða það fyrir norðan land. Hún segir þetta framtíðarverkefni en brýnt sé að Íslendingar efli samstarf við nágrannaþjóðir um málmrannsóknir. „Þar er samstarf við Norðmenn mjög fýsilegt því að þeir leggja gríðarlega áherslu á umhverfismál, bæði við rannsóknir á landi og á hafsbotni,” segir Bryndís. Hún segir að efla þurfi þekkingu innanlands á þessu sviði. „Okkur bara vantar fólk með sérfræðimenntun, að mennta nýtt fólk í þetta. Við erum náttúrlega líka að horfa á nágrennið við Grænland.” Rannsóknir Norðmanna beinast meðal annars að hverastrýtum, svokölluðum black smokers, en þeir segja að þar falli út gull og silfur, kopar og kóbalt, sink og blý.Á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi eru hverastrýtur á landi sem skila gulli og silfri til yfirborðs.„Við höfum þetta uppi á landi á Reykjanesi, það sem við getum kallað black smokers. Ég heyri það að Norðmennirnir hafa mjög mikinn áhuga á að skoða það fyrirbæri hjá okkur. Þannig að ég held að við séu svolítið einstök í því,” segir Bryndís. Málmmyndanir komi upp í borholum á Reykjanesi og sjáist í pípum. „Og valda bara útfellingum og vandræðum þar. En þar hefur Vigdís Harðardóttir verið að skoða gull og silfur og fleiri málma. Þannig að við höfum þetta bara uppi á landi.” -Þannig að borholurnar eru að skila upp eðalmálmum? „Já, já. Þetta er þægilegt í vinnslu hér uppi á landi á meðan menn eru að glíma við hafsbotninn.” Frægar hverastrýtur á botni Eyjafjarðar segir hún hins vegar „white smokers", og þar sé ekki að koma upp gull. Bryndís segir þetta áminningu um að Íslendingar tryggi réttindi sín á landgrunninu. „Við eigum að herða okkur í hafréttarmálum.”
Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent