Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja nýja kjarasamninga Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2014 09:24 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. mynd / GVA Stjórn VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem félagsmenn eru hvattir til að samþykkja nýgerðan kjarasamning félagsins. Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Samningurinn veitir okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu, eins og félagsmenn VR hafa gert kröfu um. Hann felur í sér nýja sýn og nýja leið í kjarasamningaviðræðum með viðræðuáætlun og tímasettum markmiðum um framvindu. Samningurinn gerir jafnframt ráð fyrir markvissum aðgerðum til að styrkja markmið um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Stærstu sveitarfélög landsins tóku áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um áramót og gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún muni, við samþykkt kjarasamninga, endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif sem af þeim leiði verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafía. Það eru vonbrigði að krafan um víðtækari aðgerðir stjórnvalda í skattamálum náði ekki fram að ganga í þessum viðræðum, segir Ólafía. Markmiðið með þessum samningi sé hins vegar fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir nýjan samning og eyða þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum glímt við síðustu misseri og ár. „Til þess að þessi markmið náist þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum, þar með talið stjórnvöld og atvinnurekendur, eins og fram kemur í ályktun stjórnar VR frá í kvöld. Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu,“ segir Ólafía. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Jafnframt harmar stjórn VR fyrirhugaðar gjaldskrár- og verðhækkanir og hvetur samningsaðila til að koma af heilum hug að þessu samkomulagi og draga hækkanir til baka. Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Stjórn VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem félagsmenn eru hvattir til að samþykkja nýgerðan kjarasamning félagsins. Formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Samningurinn veitir okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu, eins og félagsmenn VR hafa gert kröfu um. Hann felur í sér nýja sýn og nýja leið í kjarasamningaviðræðum með viðræðuáætlun og tímasettum markmiðum um framvindu. Samningurinn gerir jafnframt ráð fyrir markvissum aðgerðum til að styrkja markmið um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Stærstu sveitarfélög landsins tóku áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um áramót og gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún muni, við samþykkt kjarasamninga, endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif sem af þeim leiði verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafía. Það eru vonbrigði að krafan um víðtækari aðgerðir stjórnvalda í skattamálum náði ekki fram að ganga í þessum viðræðum, segir Ólafía. Markmiðið með þessum samningi sé hins vegar fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir nýjan samning og eyða þeim efnahagslega óstöðugleika sem við höfum glímt við síðustu misseri og ár. „Til þess að þessi markmið náist þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum, þar með talið stjórnvöld og atvinnurekendur, eins og fram kemur í ályktun stjórnar VR frá í kvöld. Stjórn VR hvetur félagsmenn til að samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu,“ segir Ólafía. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Jafnframt harmar stjórn VR fyrirhugaðar gjaldskrár- og verðhækkanir og hvetur samningsaðila til að koma af heilum hug að þessu samkomulagi og draga hækkanir til baka.
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira