Virkjum drifkraft iðnaðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun