Viðskipti innlent

Síðustu forvöð að tilnefna til Íslensku vefverðlaunanna

Sigurvegarar Íslensku vefverðlaunanna 2012.
Sigurvegarar Íslensku vefverðlaunanna 2012. Mynd/Daníel
Samtök vefiðnaðarins undirbúa þessa dagana Íslensku vefverðlaunin sem verða haldin 31. janúar.

Litið er á verðlaunahátíðina sem uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og hefur hún verið haldin frá árinu 2000.

Í ár verða veitt verðlaun í 14 flokkum og eru þrír þeirra glænýir: Besta appið, besti innri vefur fyrirtækis og besti non-profit vefurinn.

Opið verður fyrir tilnefningar þar til á föstudaginn næstkomandi, 10. janúar.

Tilnefningar eru öllum opnar og hvetur SVEF alla til að tilnefna sína vefi eða verkefni en tilnefningar fara fram á svef.is.



Flokkar Íslensku vefverðlaunanna

Flokkar sem hægt er að tilnefna í:

  • Besti fyrirtækjavefurinn (Lítil og meðalstór fyrirtæki)
  • Besti fyrirtækjavefurinn (Stærri fyrirtæki)
  • Aðgengilegasti vefurinn
  • Besti innri vefurinn
  • Besta appið
  • Besta markaðsherferðin á netinu
  • Besti einstaklingsvefurinn
  • Besti non-profit vefurinn
  • Besti vefmiðillinn
  • Besti opinberi vefurinn
Dómnefnd veitir þar að auki þrenn auka verðlaun:

  • Frumlegasti vefurinn
  • Besta hönnun og viðmót
  • Besti íslenski vefurinn
Félagar í SVEF kjósa svo um athyglisverðasta vefinn á árinu.

Hér fyrir neðan fylgja frekari útskýringar á hverjum flokki fyrir sig.

 

Besti fyrirtækjavefurinn (Lítil og meðalstór fyrirtæki)

Þessi flokkur nær yfir fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn sem selja eða kynna vörur og/eða þjónustu í gegnum vefinn. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis jafnt sem sjálfsafgreiðsluvefi s.s. vefverslanir og bókunarvefi viðkomandi fyrirtækis. Mikilvægt er að vefurinn geri notendum kleift að nálgast þær upplýsingar og framkvæma þær aðgerðir sem til er ætlast og að notendur nái fram markmiðum sínum.



Besti fyrirtækjavefurinn (Stærri fyrirtæki)

Þessi flokkur nær yfir fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri sem selja eða kynna vörur og/eða þjónustu í gegnum vefinn. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis jafnt sem sjálfsafgreiðsluvefi s.s. vefverslanir og bókunarvefi viðkomandi fyrirtækis. Mikilvægt er að vefurinn geri notendum kleift að nálgast þær upplýsingar og framkvæma þær aðgerðir sem til er ætlast og að notendur nái fram markmiðum sínum.



Aðgengilegasti vefurinn

Vefur sem þykir skara fram úr hvað aðgengi að þjónustu og upplýsingum varðar. Miðað er við að vefurinn sé vel uppbyggður fyrir fatlaða notendur svo sem eins og blinda notendur, sjónskerta, hreyfihamlaða o.fl. Jafnframt er mikilvægt að hönnun og viðmót sé skýrt og notendavænt fyrir alla notendur, fatlaða jafnt sem ófatlaða og sérstök áhersla á að vefurinn bregðist við mismunandi tækjum notanda (desktop, tablet, mobile, o.s.frv.).



Besti innri vefurinn

Mörg fyrirtæki á Íslandi eru með stóra og öfluga innri vefi og er ætlunin í ár að verðlauna besta innri vefinn. Svo að dómnefnd geti dæmt þessa vefi óskum við eftir að fá skýrslu sem lýsir helstu aðgerðum og notagildi vefsins ásamt skjámyndum.



Besta appið

Besta appið verður valið í fyrsta sinn í ár. Besta appið getur verið bæði verið native-app jafnt sem vefur sem ætlaður er sérstaklega fyrir farsíma eða handtölvur.



Besta markaðsherferðin á netinu

Hér er ætlunin að veita verðlaun fyrir bestu markaðsherferðina á netinu. Um getur verið að ræða stærri eða minna verkefni allt frá vel útfærðum auglýsingaborðum upp í heildstæðari herferðir sem fóru fyrst og fremst fram á vefnum. Litið verður til hugmyndar, hönnunar, útfærslu og sérstöðu.



Besti einstaklingsvefurinn

Hér er leitað eftir metnaðarfullum vefjum þar sem áhersla er lögð á gæði efnis og framsetningu þess. Horft er til þátta eins og efnistaka, samspils texta og mynda, hönnunar og viðmóts og viðfangsefnis. Þessi flokkur er hugsaður til að verðlauna einstakling/einstaklinga, en ekki fyrirtæki, stofnanir, félög eða samtök.



Besti non-profit vefurinn

Flokkurinn nær til vefsvæða sem hafa það aðalmarkmið að veita aðgang að upplýsingum og þjónustu á netinu. Undir þennan flokk falla t.d. vefsvæði góðgerðamála og félagasamtaka.



Besti opinberi vefurinn

Flokkurinn nær til vefsvæða sem hafa það aðalmarkmið að veita aðgang að upplýsingum og þjónustu á vefsvæðum opinbera stofnana, sveitafélaga ásamt rafrænum þjónustum.



Besti vefmiðillinn

Besti vefmiðillinn nær til fjölmiðla, vefsamfélaga, leikjavefja og allra þeirra sem veita afþreyingarefni í gegnum vef. Hér er leitað eftir vef með afþreyingargildi, er skemmtilegur eða fróðlegur.



Athyglisverðasti vefurinn

Félagsmenn í Samtökum Vefiðnaðarins taka þátt í rafrænni kosningu í þessum flokki. Valið er úr þeim vefjum sem eru tilnefndir í öðrum flokkum.



Frumlegasti vefurinn

Dómnefnd velur þann vef sem þykir frumlegastur. Hér er horft til þátta eins og best útfærðu nýjungarinnar eða óhefðbundinnar nálgunar við viðfangsefnið. Leitað er að vef sem hefur skarað fram úr á einhverju sviði.



Besta hönnun og viðmót

Dómnefnd velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefjarsins sem um ræðir. Mikilvægt er að viðmót sé skýrt og notendavænt og að vefir séu hannaðir fyrir sína markhópa.



Besti íslenski vefurinn

Besti íslenski vefurinn er valinn úr tilnefndum vefjum í ofangreindum flokkum. Dómnefnd velur þann vef sem þykir fremstur meðal jafningja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×