Segir WOW Air geta sjálfum sér um kennt Jóhannes Stefánsson skrifar 8. febrúar 2014 13:48 Samræmingastjóri Keflavíkurflugvallar segir að WOW Air hefði getað komið í veg fyrir stöðu sína með meiri sveigjanleika Vísir/Valgarður/Anton Frank Holton, samræmingarstjóri Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágar flugvallar í Færeyjum, segir aðstæður Wow Air vera fyrirsjáanlegar. Hann segir WOW Air aldrei hafa leitað til samræmingarstjóra eins og þeim var í lófa lagið að gera, en hann hefur alfarið séð um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 2005. Holton furðar sig á því að íslensk samkeppnisyfirvöld séu komin í málið, enda séu íslendingar búnir að framselja vald til úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til samræmingarstjóra í samræmi við evrópureglur, sem búið sé að innleiða með reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla nr. 1050/2008. „Af einhverjum ástæðum kaus WOW Air að einskorða umsókn sína um afgreiðslutíma við nákvæmlega þá tíma sem Icelandair var með fyrir. Ef þeim hefðu verið veittir þeir tímar hefði það valdið Icelandair vandræðum með að halda áætlunum á öðrum flugvöllum, sem er varla forsvaranlegt," segir Holton í samtali við fréttavefinn newstodate.aero.Samkeppnisyfirvöld eiga ekki að blanda sér í málið „Þeim voru í staðin boðnir allir þeir tímar sem þeir þurftu um klukkutíma utan háannatíma Icelandair, sem þeir höfnuðu. Í staðin ákváðu þeir að leita á náðir samkeppnisyfirvalda sem úrskurðuðu að Isavia væri skylt að afhenda WOW fjögur pláss," segir Holton. Vegna áfrýjunar úrskurðar samkeppniseftirlitsins af hálfu Isavia og Icelandair hafi WOW Air tilkynnt að þeir myndu ekki hefja flug til Norður-Ameríku, enda frestaði áfrýjunin réttaráhrifum upprunalega úrskurðarins. „Ef WOW hefði bara sýnt smá sveigjanleika hefði málið aldrei orðið að ágreiningi. Það er líka vert að benda á það að það hefði aldrei átt að blanda íslenskum samkeppnisyfirvölum í málið, enda hafa þau ekki lögsögu við úthlutun afgreiðslutíma á flugvellinum þar sem það vald hefur verið framselt til Evrópu," segir Holton. Í samtali við fréttastofu 365 segir Holton: „Það hefði kannski verið skynsamlegt ef fólkið í Samkeppniseftirlitinu hefði haft samband við okkur sem sjáum um að úthluta þessum tímum áður en þau komust að þessari niðurstöðu. Það er alveg ómögulegt að reyna að þvinga staðbundna úrskurði á alþjóðlegt kerfi. Ef það væri gert væri ekki hægt að hafa þetta samræmda kerfi," segir Holton.Segir Isavia ekki hafa neitt um úthlutun að segja Holton segir að samkvæmt evrópulöggjöf fari samræmingarstjóri einn með úthlutun og Isavia sjái bara um að fara eftir því sem frá honum kemur. Í íslensku reglugerðinni segir í 4. gr.: „Samræmingarstjóri skal einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma." Holton segir að samkvæmt reglunum öðlist flugfélög afgreiðslutíma byggða á hefðarrétti. Þá segir hann að jafnræði sé á milli aðila og að sömu reglur gildi hvort sem er á Heathrow, Kastrup, Schönefeld eða Keflavíkurflugvelli, enda væri annars ómögulegt að samræma brottfarar- og komutíma og að ringulreið myndi ríkja ef málum væri ekki háttað á þennan veg. „Þetta er bara svona því við erum bara með ákveðið mörg hlið í Keflavík og við þurfum að fara eftir reglunum," segir Frank Holton að lokum. Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Frank Holton, samræmingarstjóri Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágar flugvallar í Færeyjum, segir aðstæður Wow Air vera fyrirsjáanlegar. Hann segir WOW Air aldrei hafa leitað til samræmingarstjóra eins og þeim var í lófa lagið að gera, en hann hefur alfarið séð um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 2005. Holton furðar sig á því að íslensk samkeppnisyfirvöld séu komin í málið, enda séu íslendingar búnir að framselja vald til úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til samræmingarstjóra í samræmi við evrópureglur, sem búið sé að innleiða með reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla nr. 1050/2008. „Af einhverjum ástæðum kaus WOW Air að einskorða umsókn sína um afgreiðslutíma við nákvæmlega þá tíma sem Icelandair var með fyrir. Ef þeim hefðu verið veittir þeir tímar hefði það valdið Icelandair vandræðum með að halda áætlunum á öðrum flugvöllum, sem er varla forsvaranlegt," segir Holton í samtali við fréttavefinn newstodate.aero.Samkeppnisyfirvöld eiga ekki að blanda sér í málið „Þeim voru í staðin boðnir allir þeir tímar sem þeir þurftu um klukkutíma utan háannatíma Icelandair, sem þeir höfnuðu. Í staðin ákváðu þeir að leita á náðir samkeppnisyfirvalda sem úrskurðuðu að Isavia væri skylt að afhenda WOW fjögur pláss," segir Holton. Vegna áfrýjunar úrskurðar samkeppniseftirlitsins af hálfu Isavia og Icelandair hafi WOW Air tilkynnt að þeir myndu ekki hefja flug til Norður-Ameríku, enda frestaði áfrýjunin réttaráhrifum upprunalega úrskurðarins. „Ef WOW hefði bara sýnt smá sveigjanleika hefði málið aldrei orðið að ágreiningi. Það er líka vert að benda á það að það hefði aldrei átt að blanda íslenskum samkeppnisyfirvölum í málið, enda hafa þau ekki lögsögu við úthlutun afgreiðslutíma á flugvellinum þar sem það vald hefur verið framselt til Evrópu," segir Holton. Í samtali við fréttastofu 365 segir Holton: „Það hefði kannski verið skynsamlegt ef fólkið í Samkeppniseftirlitinu hefði haft samband við okkur sem sjáum um að úthluta þessum tímum áður en þau komust að þessari niðurstöðu. Það er alveg ómögulegt að reyna að þvinga staðbundna úrskurði á alþjóðlegt kerfi. Ef það væri gert væri ekki hægt að hafa þetta samræmda kerfi," segir Holton.Segir Isavia ekki hafa neitt um úthlutun að segja Holton segir að samkvæmt evrópulöggjöf fari samræmingarstjóri einn með úthlutun og Isavia sjái bara um að fara eftir því sem frá honum kemur. Í íslensku reglugerðinni segir í 4. gr.: „Samræmingarstjóri skal einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma." Holton segir að samkvæmt reglunum öðlist flugfélög afgreiðslutíma byggða á hefðarrétti. Þá segir hann að jafnræði sé á milli aðila og að sömu reglur gildi hvort sem er á Heathrow, Kastrup, Schönefeld eða Keflavíkurflugvelli, enda væri annars ómögulegt að samræma brottfarar- og komutíma og að ringulreið myndi ríkja ef málum væri ekki háttað á þennan veg. „Þetta er bara svona því við erum bara með ákveðið mörg hlið í Keflavík og við þurfum að fara eftir reglunum," segir Frank Holton að lokum.
Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59
Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49
Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02