Viðskipti innlent

Skattadagurinn 2014

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Frá skattadeginum 2010.
Frá skattadeginum 2010. Mynd/GVA
Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins, verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 8.30-10.00.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, setur skattadaginn en Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, mun fjalla um áhrif skattabreytinga á fólk og fyrirtæki.

Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri NOX Medical, mun fjalla um skattalega hvata fyrir hátæknifyrirtæki í alþjóðaviðskiptum, Heimir Þorsteinsson, fjármálastjóri Actavis á Íslandi, flytur erindi um hlið Actavis á skattapeningnum og Jörundur Hartmann Þórarinsson á skatta- og lögfræðisviði Deloitte mun fjalla um hvað beri að hafa í huga þegar kemur að skattalagningu á milli landa.

Fundarstjóri er Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA.

Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×