Honda hættir framleiðslu á Evrópuútgáfu Accord Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 13:20 Evrópugerð Honda Accord, sem hverfa mun af sjónarsviðinu. Honda hefur framleitt Accord bílinn til langs tíma í tveimur útgáfum, annarri fyrir Evrópumarkað og Ástralíu og hinni fyrir Bandaríkjamarkað. Vel hefur gengið að selja Honda Accord vestanhafs en síður að undanförnu í Evrópu og Ástralíu. Því hefur Honda tekið þá ákvörðun að hætta smíði Accord fyrir Evrópu og Ástralíu um miðbik næsta árs. Sá sem smíðaður er fyrir Bandaríkin er breiðari bíll, með stærri vélar og langt frá því eins í útliti og sá evrópski. Honda hefur náð góðum árangri í sölu minni fólksbíla í Evrópu, sem og jepplinga eins og Honda CR-V. Ver hefur gengið hjá Honda eins og mörgum öðrum framleiðendum með stærri gerðir fólksbíla í álfunni. Vel hefur hinsvegar gengið hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum að selja stóra fólksbíla. Svo virðist sem á síðustu árum hafi kaupendur sem á annað borð hafa efni á að kaupa stóra fólksbíla, sem eyða meira en smábílar, velji það að uppfæra uppí lúxusbíla. En á meðan hefur sala ódýrari stærri fólksbíla minnkað. Engar áætlanir eru uppi um sölu bandarísku Accord gerðarinnar í Evrópu. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent
Honda hefur framleitt Accord bílinn til langs tíma í tveimur útgáfum, annarri fyrir Evrópumarkað og Ástralíu og hinni fyrir Bandaríkjamarkað. Vel hefur gengið að selja Honda Accord vestanhafs en síður að undanförnu í Evrópu og Ástralíu. Því hefur Honda tekið þá ákvörðun að hætta smíði Accord fyrir Evrópu og Ástralíu um miðbik næsta árs. Sá sem smíðaður er fyrir Bandaríkin er breiðari bíll, með stærri vélar og langt frá því eins í útliti og sá evrópski. Honda hefur náð góðum árangri í sölu minni fólksbíla í Evrópu, sem og jepplinga eins og Honda CR-V. Ver hefur gengið hjá Honda eins og mörgum öðrum framleiðendum með stærri gerðir fólksbíla í álfunni. Vel hefur hinsvegar gengið hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum að selja stóra fólksbíla. Svo virðist sem á síðustu árum hafi kaupendur sem á annað borð hafa efni á að kaupa stóra fólksbíla, sem eyða meira en smábílar, velji það að uppfæra uppí lúxusbíla. En á meðan hefur sala ódýrari stærri fólksbíla minnkað. Engar áætlanir eru uppi um sölu bandarísku Accord gerðarinnar í Evrópu.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent