Innlent

Týndir hundar nærri Þórsmörk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hundarnir tveir á veginum inn í Þórsmörk í gær.
Hundarnir tveir á veginum inn í Þórsmörk í gær.
Vegfarandi varð var við tvo hunda á leiðinni inn í Þórsmörk í grennd við Innri Akstaðaá. eftir hádegi í gær. Hundarnir virtust nokkuð vel á sig komnir þótt líklegt sé að þeir hafi verið á ferli á svæðinu í nokkra daga.

Í Fésbókarhópnum Hundasamfélagið veltir fólk fyrir sér hvaðan hundarnir hafi getað komið og hvernig eigi að bjarga þeim. Vegfarandinn hafði sjálfur ekki tök á að taka þá upp í bíl sinn í gær en aðrir hafa í kjölfarið farið á vettvang og leitað hundanna en án árangurs.

Svo virðist sem fleiri hafi séð til hundanna undanfarna daga en ekki liggur fyrir af hvaða tegund þeir eru. Ljóst er að um einhvers konar blendinga er að ræða. Vegfarandinn segir greinilegt að hundarnir hafi verið með ólar um hálsinn þangað til fyrir skömmu. Þá munu hundarnir hafa verið gæfir.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferfætlingana tvo geta komið upplýsingum á framfæri við Lögregluna á Hvolsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×