Lið Grindavíkur í Domino's deild karla hefur samið við Kanadamanninn Joey Haywood að leika með liðinu í vetur. Þetta kemur fram á Karfan.is.
Haywood, sem er þrítugur bakvörður, lék með Aalborg Vikings í dönsku úrvalsdeildinni í fyrravetur. Haywood var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 25,1 stig að meðaltali í leik, auk þess sem hann tók 3,9 fráköst og gaf 3,4 stoðsendingar.
Haywood nýtti 50% skota sinna inni í teig og 41,3% fyrir utan þriggja stiga línunnar. Þá var hann annar í kjörinu á mikilvægasta leikmanni dönsku deildarinnar.
Grindavík sækir Hauka heim í fyrsta leik sínum í Domino's deildinni í kvöld.
Grindavík fær stigahæsta leikmann dönsku deildarinnar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn