Ford F-150 með 5,5 tonna toggetu Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 13:00 Ford F-150. Ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins, sem nú er að mestu smíðaður úr áli, er bæði með toggetu og burðargetu sem farin er að minna á vörubíl. Bíllinn getur dregið aftanívagn upp að 5,5 tonnum og hann getur borið 1,5 tonn á pallinum. Það eru Heavy Duty gerðir F-150 sem ná þessum burði og dráttargetu og er bíllinn þá með V8 vél. Ný 3,5 lítra og 6 strokka EcoBoost vélin er þó ekki mikill eftirbátur þeirrar 8 strokka og minnkar dráttargetan sáralítið með henni. Þeir sem kjósa bílinn með 2,7 lítra EcoBoost vélinni verða þó að sætta sig við dráttargetu uppá 3,9 tonn. Samkeppnisbílar Ford F-150 eru ekki langt á eftir í tölum og til að mynda er Chevrolet Silverado 1500 með 6,2 lítra V8 vél með 5,4 tonna dráttargetu, en burðargeta hans á pallinum er allmiklu minni, eða 770 kíló. Ram 1500 með 5,7 lítra Hemi-vél getur dregið 4,2 tonna aftanívagn og burðargeta hans er 740 kíló. Þrátt fyrir að ný kynslóð Ford F-150 sé svona mikill orkubolti mun eyðsla bílsins lækka um allt að 20%, þó mismunandi eftir hinum ýmsu útfærslum hans. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent
Ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins, sem nú er að mestu smíðaður úr áli, er bæði með toggetu og burðargetu sem farin er að minna á vörubíl. Bíllinn getur dregið aftanívagn upp að 5,5 tonnum og hann getur borið 1,5 tonn á pallinum. Það eru Heavy Duty gerðir F-150 sem ná þessum burði og dráttargetu og er bíllinn þá með V8 vél. Ný 3,5 lítra og 6 strokka EcoBoost vélin er þó ekki mikill eftirbátur þeirrar 8 strokka og minnkar dráttargetan sáralítið með henni. Þeir sem kjósa bílinn með 2,7 lítra EcoBoost vélinni verða þó að sætta sig við dráttargetu uppá 3,9 tonn. Samkeppnisbílar Ford F-150 eru ekki langt á eftir í tölum og til að mynda er Chevrolet Silverado 1500 með 6,2 lítra V8 vél með 5,4 tonna dráttargetu, en burðargeta hans á pallinum er allmiklu minni, eða 770 kíló. Ram 1500 með 5,7 lítra Hemi-vél getur dregið 4,2 tonna aftanívagn og burðargeta hans er 740 kíló. Þrátt fyrir að ný kynslóð Ford F-150 sé svona mikill orkubolti mun eyðsla bílsins lækka um allt að 20%, þó mismunandi eftir hinum ýmsu útfærslum hans.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent