Tíminn er auðlind Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 27. júní 2014 00:01 Eitt stærsta vandamál nútímasamfélags er hraði sem leiðir af sér örara samfélag, þar sem allir eru í kappi við tímann. Tíminn er auðlind sem nútíminn gerir kröfu um að sé nýtt. Það er komið að því að staldra við og skoða þessa hraðaáráttu. Gandhi sagði eitt sinn að lífið væri annað og meira en aukinn hraði. Það mætti segja að samtímann skorti króníska leti, leti sem fólk nýtir til lesturs, leti sem einstaklingar nota til að hugsa, leti til að eiga fleiri samverustundir með fjölskyldunni og þannig mætti halda áfram. Nútímahagkerfið, sem hrundi, snerist ekki aðeins um að sá stóri éti þann smáa heldur einnig þann svifaseina. Eitthvað hlaut að gefa eftir og sitjum við nú uppi með afleiðingu mikillar hraðadýrkunar. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Krafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Mannskepnan er enn sem hún var, grimm, ofbeldisfull, árásargjörn og kappsöm. Samfélag manna hefur mótast af hegðun. Ríkjandi viðhorf í hverju menningarsamfélagi hefur tilhneigingu til að styðja og viðhalda því sem virtast er innan þeirrar menningar. Í samfélagi þar sem árangur og staða er mæld í efnislegum auð en ekki félagslegu framlagi veltir maður fyrir sér nútímasamfélagi. En hvert stefnum við þá sem þjóð? Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf manna eru eitt af því erfiðasta sem hægt er að eiga við. Sérstaklega þegar kemur að hlutum sem skipa stóran sess í lífi fólks. Þá skipta rök og staðreyndir jafnvel engu máli. Það er viðhorfið sem gildir og nægir mörgum sem staðreynd. Fólk hefur þörf á að hafa málstað og myndar sér gjarnan einhverja skoðun byggða á óskhyggju, þ.e. fólk trúir einhverju svo mikið að það fer að búa til rök sem leiða að fyrir fram gefinni niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta vandamál nútímasamfélags er hraði sem leiðir af sér örara samfélag, þar sem allir eru í kappi við tímann. Tíminn er auðlind sem nútíminn gerir kröfu um að sé nýtt. Það er komið að því að staldra við og skoða þessa hraðaáráttu. Gandhi sagði eitt sinn að lífið væri annað og meira en aukinn hraði. Það mætti segja að samtímann skorti króníska leti, leti sem fólk nýtir til lesturs, leti sem einstaklingar nota til að hugsa, leti til að eiga fleiri samverustundir með fjölskyldunni og þannig mætti halda áfram. Nútímahagkerfið, sem hrundi, snerist ekki aðeins um að sá stóri éti þann smáa heldur einnig þann svifaseina. Eitthvað hlaut að gefa eftir og sitjum við nú uppi með afleiðingu mikillar hraðadýrkunar. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Krafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Mannskepnan er enn sem hún var, grimm, ofbeldisfull, árásargjörn og kappsöm. Samfélag manna hefur mótast af hegðun. Ríkjandi viðhorf í hverju menningarsamfélagi hefur tilhneigingu til að styðja og viðhalda því sem virtast er innan þeirrar menningar. Í samfélagi þar sem árangur og staða er mæld í efnislegum auð en ekki félagslegu framlagi veltir maður fyrir sér nútímasamfélagi. En hvert stefnum við þá sem þjóð? Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf manna eru eitt af því erfiðasta sem hægt er að eiga við. Sérstaklega þegar kemur að hlutum sem skipa stóran sess í lífi fólks. Þá skipta rök og staðreyndir jafnvel engu máli. Það er viðhorfið sem gildir og nægir mörgum sem staðreynd. Fólk hefur þörf á að hafa málstað og myndar sér gjarnan einhverja skoðun byggða á óskhyggju, þ.e. fólk trúir einhverju svo mikið að það fer að búa til rök sem leiða að fyrir fram gefinni niðurstöðu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun