Rækjuverksmiðju lokað og skipum lagt þegar kvótinn flyst til fyrri kvótahafa Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2014 19:16 Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?” Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?”
Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58