Rækjuverksmiðju lokað og skipum lagt þegar kvótinn flyst til fyrri kvótahafa Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2014 19:16 Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?” Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Rækjuverksmiðju Kampa á Ísafirði verður lokað og átta til níu rækjuskipum lagt verði stór hluti rækjukvótans færður aftur til fyrri kvótahafa, eins og stjórnvöld áforma. Þetta segir Jón Guðbjartsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 en hann hefur undanfarin ár stundað rækjuútgerð og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, gaf rækjuveiðarnar frjálsar fyrir fjórum árum og hleypti þannig nýjum aðilum að, mönnum eins og Jóni Guðbjartssyni, sem keypti þrjú skip til rækjuveiða og endurvakti rækjuiðnaðinn á Ísafirði. Jón segir að stjórnarfrumvarp sem er í meðförum Alþingis hafi þessar afleiðingar: „Við ætlum að loka. Við vorum með 120-130 manns í vinnu þegar best lét. Við erum núna með 60-70 og ef það fer á versta veg þá verðum við að segja því fólki líka upp,” segir Jón Guðbjartsson, sem bæði er stjórnarformaður útgerðarfélagsins Birnis og rækjuverksmiðjunnar Kampa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir að rækjutogarar Jóns Guðbjartssonar fái kvóta sem nemur 30 prósentum af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Jón segir sín skip ekki fara af stað aftur og býst við að 8-9 rækjuskipum verði lagt, nái breytingarnar fram að ganga, þar sem þurrkað verði yfir veiðireynslu þeirra. Sjötíu prósent rækjukvótans fara aftur til útgerða sem höfðu rækjukvóta í gamla daga. Jón lýsir dæmi miðað við eigin kvótakaup fyrir fjórum árum: „Ef ég nota þá verðlagningu á það sem verið er að gera núna þá vorum við búnir að afla okkur 600 milljóna króna kvóta. Það á að setja hann aftur á þá sem ekki vildu nota þessa eign fyrir 10-15 árum, - því þeir áttu þetta. Mörg af þeim fyrirtækjum, stærstu fyrirtækin á Íslandi, stóru útgerðarfyrirtækin sem eru í uppsjávaraflanum, eru ekki með skip til að veiða rækju einu sinni. Þau eru þá að fá þetta afhent núna til baka. Er þetta ekki óréttlæti?”
Tengdar fréttir Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða. 1. mars 2012 18:58