Áfengishöft ein mikilvægasta forvörnin Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun