Tesla og BMW ræða samstarf um rafhlöður og koltrefjar Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:51 Verða Tesla bílar brátt smíðaðir úr koltrefjum frá BMW? Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent