Kínverjar hefja sölu jepplings í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 16:06 Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent
Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent