Fær hálfan milljarð króna fyrir sinn hlut í Datamarket Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2014 18:54 Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar. Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar.
Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53