Samsung Galaxy S5 síminn mun verða útlitslega frábrugðinn S3 og S4 símunum. Hann gæti gæti innihaldið augnskanna og mun koma á markaði í mars eða apríl á þessu ári, samkvæmt viðtali Bloomberg við Lee Young Hee, aðstoðarforstjóra Samsung.
Samhliða komu símans á markaði mun fyrirtækið setja endurbætta útgáfu Galaxy Gear snjallúrsins á markað. Þriðji hver sími af öllum þeim snjallsímum sem seldir eru í heiminum er frá Samsung.
