Makrílkvóti Íslendinga minnkar um 38 prósent Gissur Sigurðsson skrifar 6. mars 2014 12:32 Vísir/STefán Alþjóða hafrannsóknaráðið gaf fyrir hádegi út makrílkvóta fyrir næstu vertíð og verður hann 890 þúsund tonn. Vitað er að heildarstofninn er í örum vexti og reiknuðu margir með verulegri aukningu á kvótanum í ár. Hann er nú aðeins meðaltal þriggja síðustu ára. Tólf prósenta hlutur af heildarkvótanum, sem nú hefur verið ákveðinn og Íslendingum stóð til boða af hálfu Evrópusambandsins, er 106 þúsund tonn. Íslensku skipin veiddu um það bil 170 þúsund tonn af makríl í fyrra. Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi. Hæpið er að Evrópusambandið geti lengur hótað Íslendingum þvingunaraðgerðum þar sem báðir aðilar voru orðnir sammála um hlut Íslands í kvótanum. Enn sem fyrr neituðu Norðmenn að fallast á að Íslendingar og Færeyingar fengju umþaðbil 12 prósent kvótans hvor þjóð, sem Evrópusambandið gat fallist á. Auk þess vilja Norðmenn að kvótinn verði nokkru meiri en Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til, en óttast er að það geti skapað offramboð og verðhrun á helstu mörkuðum fyrir makríl. Þá flækir það stöðuna enn, að Grænlendingar krefjast nú hundrað þúsund tonna kvóta í sinni lögsögu, enda er makríll farinn að ganga inn í hana í stórum stíl og þegar er búið að skrá nokkur íslensk skip í Grænlandi til að stunda makríl veiðar þar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að nú sé útséð um að samkomulag náist fyrir vertíðina, en það þýðir að Íslendingar muni ákveða kvóta sinn einir. Ekki hefur enn verið ákvið hvort íslensk stjórnvöld muni úthluta 12 prósentum af heildarkvótanum, þegar hann hefur verfið ákveðinn, en verði það niðurstaðan hefur Evrópusambandið vart forsendur til að hóta okkur viðskiptaþvingumum vegna stjórnlausra veiða, eins og nokkrum sinnum hefur komið til tals. Þá er óljóst hvort skipin, sem veiða Makríl í Grænlenskri lögsögu,fá að landa hér á landi, en þau geta hvergi landað á Austurströnd Grænlands. Tengdar fréttir Ekki tókst að ljúka samningi í makríldeilunni Fullreynt að ná samkomulagi á þeim grunni sem ræddur var í haust, segir sjávarútvegsráðherra. 5. mars 2014 22:16 Makrílkvótinn ákveðinn einhliða Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi. 6. mars 2014 08:08 Samið um verð fyrir aðgang að innri markaði ESB Næsti fundur vinnuhópa vegna endursamnings um fjárframlög EES-ríkjanna til Þróunarsjóðs EFTA (Evrópska fríverslunarbandalagsins) er ráðgerður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. 4. mars 2014 09:01 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Alþjóða hafrannsóknaráðið gaf fyrir hádegi út makrílkvóta fyrir næstu vertíð og verður hann 890 þúsund tonn. Vitað er að heildarstofninn er í örum vexti og reiknuðu margir með verulegri aukningu á kvótanum í ár. Hann er nú aðeins meðaltal þriggja síðustu ára. Tólf prósenta hlutur af heildarkvótanum, sem nú hefur verið ákveðinn og Íslendingum stóð til boða af hálfu Evrópusambandsins, er 106 þúsund tonn. Íslensku skipin veiddu um það bil 170 þúsund tonn af makríl í fyrra. Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi. Hæpið er að Evrópusambandið geti lengur hótað Íslendingum þvingunaraðgerðum þar sem báðir aðilar voru orðnir sammála um hlut Íslands í kvótanum. Enn sem fyrr neituðu Norðmenn að fallast á að Íslendingar og Færeyingar fengju umþaðbil 12 prósent kvótans hvor þjóð, sem Evrópusambandið gat fallist á. Auk þess vilja Norðmenn að kvótinn verði nokkru meiri en Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til, en óttast er að það geti skapað offramboð og verðhrun á helstu mörkuðum fyrir makríl. Þá flækir það stöðuna enn, að Grænlendingar krefjast nú hundrað þúsund tonna kvóta í sinni lögsögu, enda er makríll farinn að ganga inn í hana í stórum stíl og þegar er búið að skrá nokkur íslensk skip í Grænlandi til að stunda makríl veiðar þar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að nú sé útséð um að samkomulag náist fyrir vertíðina, en það þýðir að Íslendingar muni ákveða kvóta sinn einir. Ekki hefur enn verið ákvið hvort íslensk stjórnvöld muni úthluta 12 prósentum af heildarkvótanum, þegar hann hefur verfið ákveðinn, en verði það niðurstaðan hefur Evrópusambandið vart forsendur til að hóta okkur viðskiptaþvingumum vegna stjórnlausra veiða, eins og nokkrum sinnum hefur komið til tals. Þá er óljóst hvort skipin, sem veiða Makríl í Grænlenskri lögsögu,fá að landa hér á landi, en þau geta hvergi landað á Austurströnd Grænlands.
Tengdar fréttir Ekki tókst að ljúka samningi í makríldeilunni Fullreynt að ná samkomulagi á þeim grunni sem ræddur var í haust, segir sjávarútvegsráðherra. 5. mars 2014 22:16 Makrílkvótinn ákveðinn einhliða Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi. 6. mars 2014 08:08 Samið um verð fyrir aðgang að innri markaði ESB Næsti fundur vinnuhópa vegna endursamnings um fjárframlög EES-ríkjanna til Þróunarsjóðs EFTA (Evrópska fríverslunarbandalagsins) er ráðgerður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. 4. mars 2014 09:01 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ekki tókst að ljúka samningi í makríldeilunni Fullreynt að ná samkomulagi á þeim grunni sem ræddur var í haust, segir sjávarútvegsráðherra. 5. mars 2014 22:16
Makrílkvótinn ákveðinn einhliða Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi. 6. mars 2014 08:08
Samið um verð fyrir aðgang að innri markaði ESB Næsti fundur vinnuhópa vegna endursamnings um fjárframlög EES-ríkjanna til Þróunarsjóðs EFTA (Evrópska fríverslunarbandalagsins) er ráðgerður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. 4. mars 2014 09:01