Viðskipti innlent

Makrílkvótinn ákveðinn einhliða

Mynd/Óskar
Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi.

Enn sem fyrr neituðu Norðmenn að fallast á að Íslendingar og Færeyingar fengju umþaðbil 12 prósent kvótans hvor þjóð, sem Evrópusambandið gat fallist á.

Auk þess  vilja Norðmenn  að kvótinn verði nokkru meiri en Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til, en óttast er að það geti skapað offramboð og verðhrun á helstu mörkuðum fyrir makríl.

Þá flækir það stöðuna enn, að Grænlendingar krefjast nú hundrað þúsund tonna kvóta í sinni lögsögu, enda er makríll farinn að ganga inn í hana í stórum stíl og þegar er búið að skrá nokkur íslensk skip í Grænlandi til að stunda makríl veiðar þar.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að nú sé útséð um að samkomulag náist fyrir vertíðina, en það þýðir að Íslendingar muni ákveða kvóta sinn einir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×